Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 18
fram að sú vakning gegn tóbaksreykingum sem hófst fyrir nokkrum árum, hefðu nú skapað þann grundvöll sem auðveldaði eftirleikinn. Veruleg hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í sambandi við rétt þeirra sem ekki reykja þótt enn skorti verulega á að fullt tillit sé tekið til þeirra. En víkjum nú að þeim þætti sem snýr að ungmennafélögum, hvað hafa þau gert til þess að leggja baráttunni gegn tóbaks- nautninni lið? Það var mér allþung raun að geta ekki skýrt frá því hvernig ungmenna- félög með bindindisheit á stefnuskrá sinni hefðu snúist til varnar. Hvet ég þau ung- mennafélög sem gripið hafa þann byr sem blásið hefur í seglin um skeið að segja frá þeirra aðferðum eða aðgerðum í þessum efnum. Þau félög sem ekki hafa hagnýtt sér byrinn hvet ég að sama skapi til að leysa festar og leggja til baráttu undir kjörorðinu — Ungmennafélagar vernda æsku og þol með reyklausri ævi —. G.K. Smíðað í Þrastaskógi Eina helgina í sumar dunduðu þeir Pétur Eysteinsson og ritstjóri Skinfaxa sér við að endurbyggja pall framan við sumarbústað UMFÍ í Þrastaskógi en sá gamli var orðinn fúinn mjög og af sér genginn. Að sögn þeirra sem litið hafa smíðsgripinn augum þykir vel hafa til tekist a.m.k. ef miðað er við að ritstjórinn var gleraugnalaus en Pétur án hallamælis. Tveir smiðsiegir, ritstjöri Skinfaxa til vinstri, Pétur til hægri. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.