Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 21
—Danmerkurferð-
UMFÍ1978
Það var árið 1971 sem stofnað var til gagnkvæmra íþrðtta- og félagssamskipta við sam-
band dönsku Ungmennafélaganna DDGU, og fór fyrsti hópurinn frá UMFÍ utan að loknu
landsmótinu á Suðárkróki 1971, en til fararinnar voru valdir þeir sem höfnuðu í 1. og 2.
sæti frjálsra íþrótta. 1971 endurgait UMFÍ móttökurnar frá árinu áður og tók þá á móti
fimleikaflokki frá DDGU. Árið 1973 voru Danir hér aftur í heimsókn og nú frjálsíþrótta-
hópur frá AAG sem er eitt aðildarfélaga DDGU. Árið 1971 fór síðan hópur íþróttafólks
að loknu landsmóti á Akranesi til Danmerkur í boði AAG og fór þá í fyrsta skipti fram
Bikarkeppni AAG og UMFÍ en henni lauk með sigri UMFÍ. 1976 var hópur frá UMFÍ
þátttakandi í landsmóti DDGU í Esbjerg en 1977 kom svo danskt frjálsíþróttafólk frá
AAG hingað til lands og bikarkeppni UMFÍ og AAG fór þá fram á Kópavogsvelli og öðru
sinni var það lið UMFÍ sem bar sigur úr bítum. Og þá var komið aö UMFÍ að halda utan
að loknu landsmótinu á Selfossi 1978, og gestgjafnarnir enn Árhus Amts Gymnastiksfor-
ening (AAG).
Alití járnum
Strax og ákveðið var að utanferðina bæri
að helgina næstu á eftir landsmótshelginni,
var sýnt að undirbúningur allur yrði að
ganga fljótt og vel fyrir sig. Ákveðið var
sem fyrr að bjóða þeim sem náðu 1. og 2.
sæti í greinum frjálsra íþrótta til fararinnar.
Hverjir það yrðu var af skiljanlegum
ástæðum tæplega vitað fyrirfram en stað-
festa þurfti farmiðapöntun daginn eftir
landsmót. Hafsteinn Jóhannesson stjórnar-
maður í UMFÍ og keppandi á landsmótinu
var því gerður út af örkinni landsmótsdag-
ana til að ganga eftir svari þeirra sem til
boða stóð að fara.
Það kom fljótt í ljós að heimtur þessara
efstu manna yrðu ekki sem bestar og lágu
til þess hinar margvíslegustu ástæður m.a.
Kallottkeppni sömu helgi. Það varð því að
feta niður eftir listanum og það er skoðun
margra að slikt sé alls ekki fjarri lagi og
jafnvel réttara að gefa þeim kost á ferðum
sem þessum, þar sem toppmennirnir hafi úr
nógum ferðum að moða.
Og út var haldið
Hvað sem öllu öðru leið lauk undirbún-
ingi i tæka tíð, eða því sem næst en sá sem
þetta ritar og Hafsteinn Jóhannesson
SKINFAXI
21