Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 5
UMFI í dag 4. nóvember 1978 tekur UMFÍ til formlegra nota Þjónustumiöstöð UMFÍ í húsnæði að Mjölnisholti 14 í Reykjavík. Merkum áfanga er náð í sögu samtak- anna sem ætla má að leiði af sér stóraukna þjónustu við sambandsfélögin, og skapi þeim og forustumönnum þeirra betri að- stöðu til vinnu og ýmisskonar útréttinga í höfuðborginni. Félagsheimili UMFÍ að Mjölnisholti 14 á að vera lifandi miðstöð ungmennafélags- starfs af öllu landinu, þar sem forustumenn og starfslið UMFÍ munu eftir bestu getu leggja rækt við þjónustuþáttinn. Þar sem ungmennafélagar af öllu landinu munu hittast til samhæfingar og viðræðna um ýmiss sameiginleg verkefni hreyfingarinn- ar. Þar sem forustumenn héraðssambanda og einstakra ungmennafélaga, munu fá vinnuaðstöðu og jafnvel leiðsögn við úr- lausn ákveðinna verkefna o.fl., o.fl. Við vonum að íþróttafólk okkar og aðrir starfshópar félaganna leggi leið sína hingað, og þótt ekki verði boðið til veislu hverju sinni, geti þeir verið vissir um að þeir eru auðfúsir gestir, og eiga hérna heimili að að- stöðu. í fyrsta skipti í sögu samtakanna fáum við húsnæðisaðstöðu sem innréttuð er með þarfir þjónustumiðstöðvarinnar í huga, en ljóst er að þetta er aðeins byrjunaráfangi, SKINFAXI í eigið húsnæði sem innan tíðar mun leiða af sér þörf á mun rýmra húsnæði. Húsnæðið og skipan þess í hinu nýja Félagsheimili UMFÍ sem er á þriðju hæð að Mjölnisholti 14 er sameigin-, legur rúmgóður stigagangur með öðrum íbúum hússins, en í kaupsamningi er selj- anda eignarinnar skylt að standsetja hann á sinn kostnað. Á stigapalli framan við inngang er rúm- góð aðstaða og björt. Síðan er gengið inn í ágæta móttökuaðstöðu (afgreiðslu), þar eru tvö snyrtiherbergi og steypibað á vinstri hönd, en innst í móttöku aöstaða fyrir skrifstofustúlku, sem annast almenna af- greiðslu, símavörslu og vélritun. Til hægri við hliðargang er fatahengi, og tvö herbergi sem segja má að séu einskonar „Mennta og menningarmáladeild” höfuð- 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.