Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 7
A mjólkurbílspalli Þar sem þetta tbl. Skinfaxa er að miklu leyti helgað hinni nýju þjónustumiðstöð UMFÍ, þótti ekki tilhæfulaust að rabba ör- lítið við Pálma Gíslason sem átt hefur sinn þátt i að gera hugmyndina að veruleika. Skinfaxi leit við hjá Pálma á vinnustað hans í bankaútibúi Samvinnubankans að Suðurlandsbraut 18 þar sem hann er úti- bússtjóri. Húnvetningur að uppruna Pálmi kvaðst vera Húnvetningur að upp- runa, fæddur að Bergsstöðum i Svartárdal 1938, en hefði að mestu alið aldur sinn fram á unglingsárin að Grænuhlíð í Torfu- lækjarhreppi. Úr ætthögunum þar nyrðra lá leiðin í Samvinnuskólann í Bifröst en að á héraðsmót Viðtal við Pálma Gíslason formann húskaupanefndar UMFÍ. honum loknum sagðist Pálmi hafa fengist við verslunarstörf um skeið sem vera bæri og þá m.a. verið verslunarstjóri hjá Kaupfé- lagi Húnvetninga á Blönduósi og síðan hjá Kron í Kópavogi. Við störf hjá samvinnu- bankanum hefði hann síðan verið frá haustinu 1968. Fyrstu kynnin af ungmennafélagshreyf ingunni Þau voru nú með þeim hætti að ég var einn af stofnendum Umf. Húna í Torfu- lækjarhreppi 1952 þá á 14. ári. Það voru mjög ánægjuleg kynni, en félagið varð mjög virkt fyrstu árin enda margir góðir og dugmiklir ungmennafélagar sem lögðu hönd á plóginn. Þar eru mér efstir í huga þeir Pálmi Jónsson á Akri, Stefán Jónsson á Kagaðarhóli, Kristófer Kristinsson Köldukinn og Erlendur Eysteinsson Beina- keldu. Þeir voru ásamt mörgum fleiri helsta driffjöðrin í starfinu á þessum tíma. Þá var komið saman alloft yfir veturinn til funda, leikja og annarra skemmtana. Voru fund- irnir jafnan vel undirbúnir og á þeim oft flutt frumsamið efni. í því sambandi man SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.