Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 20
sigurorð af þeim Úlfljótsmönnum, hlaut llOstig enUSÚ 82. Stigahæst kvenna var Hulda Laxdal ÚSÚ 23 stig, en stigahæstur karla varð Birgir Einarsson USVS, 20 stig. Guðrún Ingólfsdóttir USÚ vann besta afrek kvenna með 12,81 m kasti i kúlu- varpi, fyrir það kast hlaut hún 909 stig. Enginn karlmaður komst nærri þeirri stiga- tölu en Birgir Einarsson var næstur, hlaut 606 stig fyrir tæplega 13 m stökk í þrí- stökki, nánar tiltekið 12,95 m. Vestur-Skaftfellingar héldu því saddir og sigurreifir til síns heima. Meistaramót Norðurlands Sömu helgi og Vestur-Skaftfellingar og Úlfljótur háðu sína árlegu keppni fór fram á Akureyri Meistaramót Norðurlands þar sem keppendur frá sex héraðssamböndum auk K.A. voru mættir. Mótið hófst laugar- dagsmorguninn 26. ágúst kl. 11.00 sem er heldur óvanaleg tímasetning á frjálsíþrótta- móti hérlendis en hún mæltist vel fyrir að því er virtist, segir í skýrslu um mótið. Veður var gott báða mótsdagana og árangrar því allir löglegir. Héraðssamband Suður-Þingeyinga hafði hlotið flest stig er upp var staðið 196 1/2 stig, UMSE varð í öðru sæti með 158 1/2 stig, K.A. var í þriðja sæti með 143 stig, USAH fjórða með 30 stig, UNÞ fimmta með 13 stig, UMSS sjötta með 12 og Vest- ur-Húnvetningar ráku lestina með tvö stig. Flest stig karla hlaut Aðalsteinn Bern- harðsson UMSE 31, en kvenna Bergþóra Benónýsdóttir HSÞ 24 stig. Batnandi hagur Getrauna í ársreikningum íslenskra Getrauna fyrir 1. júlí 1977 til 30. júní 1978 kemur fram að sala getraunaseðla hefur aukist verulega frá árinu áður, andvirði seldra seðla nam rúm- um 59 milljónum í stað rúmlega 34 1976— 1977 sama tímabil. í vinninga voru greidd- ar tæpar 30 milljónir í stað 17 áður, greidd sölulaun rúmar 14 milljónir í stað 8 áður og framlag til héraðssambanda tæpar 2 millj- ónir í stað einnar áður. Hagnaður af rekstri Getrauna nam 718,787 kr. og skiptist þannig milli eignaraðila: ÍSÍ 70% 503.151 UMFÍ 20% 143.758 íþróttanefnd ríkisins 10% 71.878 Héraðssambönd hljóta 3% af heildar- sölu á sínu svæði, mest hefur sala verið á svæði HSK af samböndum innan UMFÍ en sambandið fékk í sinn hlut 116.706 kr. Söluhæst einstakra Ungmennafélaga var Umf. Selfoss en það hlaut í sölulaun 353.900 kr. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.