Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 17
Sendinefnd frá Sovét Fyrstu daga septembermánaðar dvaldi hér á landi sovésk æskulýðsnefnd i boði ÆSÍ, en UMFÍ tók að sér að hafa ofan af fyrir henni einn dag. Haldinn var fundur að Mjölnisholti 14, þar sem framkvæmda- stjórn rakti fyrir þeim störf og stefnu sam- takanna, að sjálfsögðu var túlkur til staðar sem tryggði að allt kæmist nú rétt til skila, túlkur þessi, Arvo , kom einnig við sögu á sl. sumri er hann var með íslenskri sendi- nefnd frá ÆSÍ á ferð um Sovétríkin en um þá ferð var ritað ítarlegt mál i 4. tbl. síðasta árgangs Skinfaxa. Eftir fundinn i höfuð- stöðvunum var hinum rússnesku sendi- mönnum komið í kynni við íslenskar land- búnaðarafurðir á Esjubergi en því næst var haldið í skoðunarferð austur fyrir fjall í far- Á lciðinni austur yfir fjall var útsýnið myndað af Hellisheiði. Rússneska sendincfndin ásamt Hafstcini Þorvaldssyni, túlkurinn Arvo lengst til vinstri. arskjóta formanns UMFÍ og var Skinfaxi með í ferðinni. Litið var við i Þorlákshöfn og þar skoðuð hafnarmannvirki og hrað- frystihús en síðan haldið i Hveragerði, þar sem hverasvæðið, náttúrulækningahælið og Eden var meðal sýningarefna. Á Selfossi voru þeim félögum sýnd margrómuð íþróttamannvirki, byggðasafn og Mjólkur- búið, þar sem öllum var að sjálfsögðu boðið upp á jógúrt. Litið var við í tilraunabúinu að Laugadælum í því skyni að leita upp- taka jógúrtar og má segja að það hafi tekist en þar var einmitt verið að ljúka mjöltum er okkur bar að garði. Með fjósalykt í vitum og á fótum var haldið til borgarinnar á ný en þar sem sult tók mjög að sækja á menn var komið við í Skíðaskálanum í Hveradölum til snæðings en síðan lauk þessari dagssamveru við Hótel Loftleiðir þar sem kvaðst var með kurt og pi. G.K. Ungmennafélögin og reykingar Nýverið átti sá er þetta skrifar þess kost að sitja ráðstefnu um reykingar og heilsu- far, sem haldin var að tilhlutan samstarfs- nefndar um reykingavarnir, þar sem flutt voru fjöldamörg fróðleg erindi um tóbaks- reykingar og skaðsemi þeirra. Á þessari ráð- stefnu voru einnig almennar umræður um þann vanda sem við væri að glíma í þessum málum og kom þar fram ýmsar hugmyndir um leiðir til að sporna við tóbaksnautn ungmenna og var það sameiginlegt álit að fyrirbyggjandi aðgerðir væri sá þáttur sem árangursríkastur væri. Það kom einnig SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.