Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 9
ég eftir því að einhverju sinni höfðum við, ég og nokkrir aðrir, undirbúið slíkan fund geysivel og það kom sér líka vel því að um kvöldið gerði aftaka veður og ófærð þannig að heim varð ekki komist. En efnið entist að mestu til morguns er ferðafært varð, þannig að undirbúningurinn varð ekki til einskis. Frekari afskipti? Já já, þegar ég starfaði á Blönduósi ’59— ’61, gerðist ég félagi i Umf. Hvöt þar sem á þessum tíma var verið að drífa upp mjög gott íþróttalið með áhugasömu fólki. Man ég þar eftir Vali Snorrasyni, Guðlaugu Steingrímsdóttir sem var ein fremsta íþróttakona á landinu um þessar mundir í spretthlaupum og langstökki, þá var bróðir hennar Valdimar einnig mjög áhugasamur. Annars er alltaf stórvarasamt að vera að nefna einstök nöfn en þetta eru þau sem koma fyrst í hugann þegar þetta er rifjað upp. Það er gaman að minnast hins mikla áhuga sem þá var á frjálsum íþróttum en þá tíðkaðist það fyrir héraðsmótin sem ávallt voru haldin 17. júní, að ekið var um sveit- irnar á mjólkurbílnum og fólki safnað sam- an á pallinn og var hann alltaf troðfullur. Á pallinum diskúteruðu menn síðan ákaft um það hverjir yrðu sigurvegarar í hinum ýmsu greinum og auðvitað sýndist þar sitt hverjum. Stundaðirþú sjálfur íþróttir? Ég hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir frjálsum íþróttum og þegar ég kom á Blönduós hugðist ég taka til við æfingar af fullum krafti, en varð þá fyrir því óláni að meiða mig illa í stangarstökki og upp frá því varð ekki úr frekari íþróttaiðkan af minni hálfu. Það breytti því hins vegar ekki að ég héldi áfram að starfa með frjálsíþróttafólki bæði þar nyrðra og síðan eftir að ég kom í Kópavoginn, þar sem ég starfaði all lengi í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Þá hef ég síðan 1961 starfað að undirbúningi míns liðs fyrir landsmót, fyrst hjá USAH og síðan og UMSK og hefur ekkert lands- mót fallið úr. Félagsstörf hafa alla tið fallið mér vel í geð, en um tima var ég í varastjórn UMFÍ þar sem ég sat alla fundi og kynntist á þann hátt störfum og stefnu höfuðstöðvanna. En ég á hins vegar fjöldann allan af áhuga- málum sem einnig þurfa sinn tíma þannig að ég hef heldur dregið mig út úr, a.m.k. stjórnarstörfum þótt ég hafi fengist nokkuð við ákveðin verkefni. Ég hef þó alls ekki sagt skilið við hreyfinguna og mun ekki gera meðan ég get unnið henni eitthvert gagn. Húsmálið Eitt af þeim málum sem þú hefur tekið að þér Pálmi, er formennska húskaupa- nefndar. Varstu í upphafi bjartsýnn á árangur? Ég var aldrei í nokkrum vafa. Það er mitt álit að séu slík mál tekin alvarlegum tökum frá upphafi, megi alltaf vænta árangurs. Ertu ánægður með árangurinn? Já, ég er það í höfuðatriðum, þótt það hafi vissulega valdið mér nokkrum von- brigðum hversu mörg ungmennafélög hafa enn ekki sýnt málinu lit. Þau sem hins veg- ar hafa brugðið við hafa tekið myndarlega á málinu og það ber að þakka. Það er SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.