Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 19
í 3. tbl. Skinfaxa var birt grein um
Þrastaskóg og ýmsar hugmyndir reifaðar í
því sambandi. Skinfaxa hefur borist at-
hugasemd við grein þessa frá Þórði Páls-
syni fyrrverandi skógarverði í Þrastaskógi,
sem þvi miður reyndist ekki unnt að birta í
þessu tbl. Verður hún því að bíða næsta
tbl.
íþróttaleg___________________
samskipti
Sumrin eru vettvangur frjálsíþróttamóta
og segja.má að þar sé hver helgin umsetin
af mótastússi, hvert héraðssamband heldur
sitt héraðsmót og héraðssambönd keppa sín
á milli, og etja þar saman besta frjáls-
íþróttafólki sínu. Skinfaxa hafa borist úrslit
frá þremur slíkum mótum. Ekki er unnt að
birta þau í heild sinni en þess í stað upplýst
um endanleg úrslit í hverju tilviki.
Þriggja sambanda
keppni
Svokölluð þriggja sambanda keppni hér-
aðssambanda á Norð-Vesturlandi fór fram
á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 3. sept. sl.
og hófst keppnin kl. 14. Þau sambönd
sem hér um ræða voru Ungmennasambönd
Austur- og Vestur-Húsavantssýslna svo og
samband Ungmenna í Skagafirði UMSS.
Veður til keppni á þessum fyrrverandi
landsmótsleikvangi var allgott, svo til logn
en skúrir. Keppni þessari lauk með sigri
UMSS (166 stig) og hlaut sambandið að
sigurlaunum veglegan bikar er nú var keppt
um í fyrsta sinn og gefinn er af Rafveitu
Sauðárkróks. USAH hreppti annað sætið
(154 stig) og USVH rak lestina með 98 stig.
Árleg keppni
USÚ og USVS
Ungmennasambandið Úlfljótur og Vest-
ur-Skaftfellingar háðu sína árlegu íþrótta-
keppni að Arnarsæti í Svínafelli, Öræfum
26. ágúst sl.
„Veðrið var hið fegursta allan daginn og
öll aðstaða til keppni með betra mótisegir
í greinargerð Ásmundar Gíslasonar for-
manns USÚ. Þar segir ennfremur að þátt-
taka hafi verið góð og margir keppenda náð
sínum besta árangri og met hafi fallið. Að
keppni lokinni var gestum (þ.e. USVS)
boðið til kvöldverðar að Hofi og þess getið
að ekki hafi heyrst annað en matartil-
búningur hafi heppnast vel. Úrslit þessarar
viðureignar urðu á þann veg að USVS bar
SKINFAXI
19