Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 22
þurftu þó að grípa til hlaupakunnáttunnar til þess að ná í Gjaldeyrisdeildina fyrir lokun, sótt hafði verið um gjaldeyri fyrir allflesta í hópnum sameiginlega, eitthvað var Hafsteinn ekki sáttur við skóbúnað sinn og þar sem ritstjóri Skinfaxa hafði náð allverulegu forskoti var ekki hikað, og niður eftir Laugavegi, að vísu á gangbraut, hljóp ónafngreindur maður á sokkaleistum með skó í hendi. Dyr skullu i lás að baki en það kom ekki að sök, við vorum réttu megin en það var mæðulegur gjaldkeri sem hálftíma síðar afhenti okkur síðustu ferða- ávísunina með þeim ummælum að við skyldum nú koma aðeins fyrr næst. Beðið í flugstöðinni Nokkur bið eða öllu heldur veruleg bið varð hjá hópnum á Keflavíkurflugvelli og orsökin sú að franskir flugumferðarstjórar höfðu ákveðið að vinna á eðlilegum hraða að þeirra sögn. Þessara aðgerða urðum við, 43 manna hópur frá UMFÍ, ásamt fleirum að gjalda með þriggja og hálfs tíma bið. Pat á Kastrup í Kaupmannahöfn var logn, sólskin og 27 stiga hiti og því ekki laust við að þeim sem klæddir voru á íslenska vísu í peysum og tilheyrandi, tæki að hitna, en það var ekki meiningin að dvelja langa stund í Kaupen, því ferðinni var heitið til Árósa þar sem AAG gestgjafar okkar ætluðu að taka á móti okkur. Það var þvi ekki annað sem fyrir lá en að flytja sig milli flugstöðva yfir í innanlandsflutstöðina sem var í nokk- ur hundruð metra fjarlægð. Það kom í ljós að við vorum ekki laus við afleiðingar af gerðum Fransara enn, tíminn sem við höfðum til að ná í farangurinn og flytja okkur milli stöðva, reyndist 45 mín., sem við fyrstu sýn virtist nægur en annað kom í ljós. Farangursvagnarnir siluðust inn utan frá flugvellinum en ekkert bólaði á farangri hópsins og tíminn leið, fararstjórar tóku að ókyrrast en loks kom þó eitthvað. Þegar allir höfðu fengið sitt og komið sér út fyrir voru aðeins fimmtán mínútur eftir. Þegar komið er í innanlandsflugstöðina er flugvélin tilbúin til brottferðar en örfáar mínútur til flugtaks Farangrinum er svipt inn og farmiðar „tékkaðir”, þá uppgötvar ein úr hópnum að hún er án plastpoka sem í var farmiðinn og gjaldeyririnn ásamt fleira smádóti. Sennilegast að hún hafi gleymt honum yfir í aðalflugstöðinni. Fyrst í stað verður uppi fótur og fit en Karl West tekur af skar- ið þrífur í handlegg stúlkunnar og segir „við hlaupum” og þau hlaupa. Þeir sem eftir eru að tékka sig inn fara sér að engu óðslega í þeirri von að hægt sé að tefja vél- ina um stund en allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir að vélin doki við nokkra stund bólar ekkert á hlaupurunum. Vélin bíður ekki lengur og heldur út að flugbrautinni og býr sig undir flugtak úr því verður ekki farþega bætt við. Flugvélin tekur sig á loft, stefnan er tekin til Árósa og UMFÍ hópurinn þremur fátækari þar sem Sig- urður Geirdal ákvað að veraða eftir til þess að bjarga því sem bjargað yrði. En allt fer vel að lokum og siðar um kvöldið bætast þau aftur í hópinn, með pokann, hann hafði fundist við farangurs- færiböndin, stóð þar einn og óhreyfður 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.