Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1979, Page 7

Skinfaxi - 01.08.1979, Page 7
lauginni hefur hækkað síðan í gær. Við æfðum spjótkast og kringlukast i morgun. Við borðuðum og hvíldum okkur til klukkan 14. Við fórum síðan í sund, stukkum á trambólíni og þar sýndi Hilmar heljarstökk, svo fórum við í kaffi. Þar átum við okkur pakksadda af skúffuköku. Engin gönguferð var farin í dag, en í staðinn fengum við að sjá fræðslumynd um Biafra. Eftir kvöldmat var spilað bingó og var það rosaspennandi og við vonum að við fáum að spila bingó aftur áður en námskeiðinu lýkur. Samið af: Davíð Steinssyni og Trausta Sigurgeirs- syni. Fimmtudagur 28. júní. Við vorum vaktar kl. 7.45 þegar kallað var góðan daginn. Klæddum okkur og tókum til i herberginu. Fórum út í matsal u.þ.b. kl. 8.30. Borðuðum okkur pakksaddar. Síðan fórum við út í leikfimisal, þar fengum við að æfa okkur á trambólíni og eftir það fórum við í boltaleikinn skotmann. Svo var þramm- að af stað í sundlaugina litlu. Kl. 12 var matur og hvíld. Og svo kl. 14 var farið í mjög spennandi fót- bolta. Þá var hárið rétt að þorna og þá þurftum við að fara aftur í sund og leikfimi með rennandi blautt hárið sem bleytti stuttermaskyrtuna. Eftir það fórum við í lcaffi að þemba okkur út af alls kyns góðgæti. Svo eftir það fórum við í mjög skemmti- lega gönguferð og leiki. Við tíndum marga steina og skeljar til þess að skreyta herbergið. Kvöldmatur var snæddur kl. 16.30, við fengum soðna ýsu, kartöflur og flot. Kvöldvakan var mjög skemmtileg. Var bæði dansað, spilað og lesið. Eftir það var gengið í hátt- inn. Þá mundi Friðgerður að við áttum að skrifa dagbók, settumst við þá niður og skrifuðum á þessa leið. Samið af: Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og Friðgerði Ómarsdóttur. Pfá fyrsta námskeiðinu 8—10 ára. Peyjarnir tilbúnir fyrir langstökkið. Vfkingur Kristjánsson frá Isafirði býr sig undir að stökkva. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.