Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Síða 12

Skinfaxi - 01.08.1979, Síða 12
STUÐNINGUR VIÐ NORRÆNT SAMSTARF Rétt þykir að blaðið birti eftirfarandi reglur um fjárstuðning þann við samstarf á sviði iþrótta, sem ráðherranefnd Norðurlanda hefur orðið ásátt um að efna til í reynsluskyni tímabilið 1. ágúst 1979 til 31. des. 1980. Er ákveðið að veita 100 þús. danskar kr. til samstarfs sem fer fram 1. ágúst—31. des. 1979ogverður umsóknarfrestur 1. okt. það tímabil en 1. febr. tímabilið 1. jan.—31. des. 1980. Sérstök eyðublöð eru hjá Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik (sími 25000'/. Þegar þau hafa verið útfyllt skal koma þeim í skrifstofu íþróttasambands íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, v/Sigtún, 105 Reykjavík. 1. Fjárstuðningur sá sem Ráðherranefnd Norðurlanda efn;r til í reynslu skyni fyrir samstarf á sviði íþrótta hefur að markmiði að stuðla að auknu iþrótta'amstarfi milli Grænlendinga, lslendinga og Færeyinga annars vegar og annarra þjóða Norðurlandanna hins vegar, svo og að auknu samstarfi milli fyrrnefndu þjóðanna innbyrðis. 2. Styrkir eru veittir fyrst og fremst í því skyni að draga úr ferðakostnaði frjálsra íþróttasamtaka i sambandi við norræn íþróttamót, dvöl í æfingabúðum, námskeiða- og ráðstefnustarfsemi o.s.frv. 3. Umsóknir um styrki til einstakra verkefna skulu sendar um hendur heildarsamtaka íþrótta- manna í hverju landi til norrænu menningarmálaskrifstofunnar fyrir 1. febrúar og 1. október ásérstökum umsóknareyðublöðum. 4. Fjárhæð sú sem ákveðið er að veita greiðist íþróttasambandi viðkomandi lands eftir að móti er lokið og þegar fyrir liggja skjalfestar upplýsingar um fjölda þátttakenda frá viðkomandi samtökum. 5. Embættismannanefnd um norrænt menningarmálasamstarf annast úthlutun styrkfjárveiting- arinnar að fengnum tillögum Norrænu menningarmálaskrifstofunnar. 6. Reynslutilhögun þessi gildir frá 1. ágúst 1979 til 31. desember 1980. Krá iþrótta- og æskulýðsmáladeild menntamálaráðuneytisins Þorsteinn Einarsson. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.