Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 14
AFMÆ LISKVEÐJA TIL U.M.F. GEISLA í AÐALDAL Flutt íafmœlishófi 31. mars 1979. Það varsú tíö aðfólkiðflúði land ogfiutti burt i ieit að hiýrri ströndum, er ísavetur ófu ktakaband um ættland vort ogskutu heljarbröndum. Þá oftast sigldi ístrand hver stjórnarbót ogstirfið íhald lögum hlaut aö ráða. Það flaug þó geisli fyrir aldamót um fóiksins hug og hvatti þaö tii dáða. En ný kom öld og nóttin leið á burt með nátttröllin, sem hurfu þá úr vegi. Og þá var einkum um þaö rcett og spurt hve yrði langt að nýjum frelsisdegi. Og svo kom árið '8 oggjörði skil því„ Uppkasti", sem þjóöinfékk að velja um. Það sama ár i A ðaldal varð til það óskabarn, sem vér nú sjötugt teijum. Og barnið skírt var Geisli, gamalt nafn, sem gleymt var ei, þó væri liöin saga. Nú strengt var heit og horft varfram um starf og hafið starf í von um betri daga. Já, verkefnin þau voru þá svo mörg en vormaður að öðru en hugsjón snauður. Þó viljann einn ei veiti skjóta björg, er viijinn góði besti hjarlans auður. Og tíminn leið, vort fagra feðra láð varfyr en varði orðið sjáfstœtt ríki. Ef œskulýðinn ekki skortir dáð, ei óttast þarf að gæfuvonin svíki. Það ungir nemum, iðka munum vér. Efeignumst trú á guð ogfööurlandiö, þá leysast vandamál afsjálfu sér og sifellt styrkist félags-tryggða-bandið. En afmarkað er æskustarfa skeið því Eiiigamia skákarþeim til hiiðar. Og sumir falla frá á miðri leið. ogfélagsmanna gengur sól til viðar. En eftir lifir endurminning hiý um œskumenn, er þreyttu skeiö um völlinn. Og sólin kemur alltaf upp á ný, þó allrasnöggvast hverft bak viðfjöllin. Á ættjörð vorri undramargt er breytt frá aldarmorgni fyrir 70 árum. Þá flest var ógert, oss sem nú er veitt, vor œskuþróttir grœðir margt af sárum. En alltaf halda vöku þurfum vér, því vitað er, að saltið getur dofnað. Og víst er það, að ætiö illa fer, ef æskufólk á verði hefur sofnað. En áfram ríkir vormannanna vor, ef vit og þekking lögum fá að ráða. Efgóöur vilji, hreysti. þrek og þor til þarfra verka, hvetur menn tildáða. Og starf vort helgað tslandi sé allt, vér elskum það og verjum fram til dauða. Oggefum ekki öðrum þjóöum falt, þó íþaö bjóði svikamálminn rauöa. Nú ég til Geisla óskum bestu sný á-afmætinu í nýjum húsakynnum ogþakka af hjarta heimboö dahnn í. Það holll er oss að sinna gömlum minnum er eigum vér frá æskuheima reit við ærslaleik og starf um tún og engi. Æ dafni og'blómgist byggöin hér ísveit og bjartur Geisli skíni vel og lengi. Arnór Sigmundsson frá Árbót. 14 SKIIMFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.