Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1979, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.08.1979, Qupperneq 18
Margt manna var saman komið við Hftari þennan sölrfka sumardag. Sigurður Björnsson þakkar hér Sncfelling-. um þeirra hlaup og öskar Borgfirðingum velfarnaðar. an HSH tóku 8 félög þátt í landshlaupinu og hlauparar voru 80. Flestir voru frá Umf. Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi eða 22 og 20 frá Umf. Víkingi í Ólafsvík. Skipulag hlaupsins á svæði HSH var mjög gott. Hverju félagi hafði verið úthlutað ákveðinni vegalengd sem búið var að merkja hverju félagi. Félagið sjálft raðaði síðan hlaupurum á sína vegalengd. Jökulhlaup HSH Hlaupararnir í Landshlaupi FRÍ voru rétt búnir að þvo af sér svitann þegar blásið var til leiks á ný. Nú skyldi úr því bætt að ekki hafði verið hlaupið út nesið fyrr á dögunum. „Jökulhlaup” skyldi það heita, ekki af því að hlaupa ætti á „Jökul” heldur, að hlaupa ætti fyrir „Jökul”. Það voru ekki margir á ferli í Grundar- firði þegar Gylfi Magnússon formaður HSH hóf „Jökulhlaupið”, enda laugar- dagsmorgunn og klukkan 8, þar að auki Á Hítará, þar sem mörkin milli sýslna liggur tóku félagar úr UMSB við keflinu með nokkurri viðhöfn. Það var Elísabet Hallsdóttir úr Umf. Eldborg sem afhenti keflið til Borgfirðinga. Sigurður Björnsson þakkaði Snæfell- ingum þátttökuna og Borgfirðingar héldu hringhlaupinu áfram. höfðu langflestir haldið að hlaupið hæfist kl. 6, Ragnar Kristjánsson, kallaður oliu kóngur á Grundarfirði, lét sig þó ekki vanta, enda alla tíð verið áhugasamur um íþróttastarf og íþróttamaður á yngri árum. Sem sagt hlaupið var hafið og veðr- ið þokkalegt, hver ólsarinn á fætur öðrum tók við keflinu og keflið barst óðfluga út Nesið í átt til Ólafsvikur, enda var skipu- lagið gott, hver hlaupari átti sinn hæl þar sem á var ritað nafn hans og tíminn sem keflið bærist honum í hendur, og allt stóðst. Sandarar tóku við í Ólafsvík og áfram hélt hlaupið út fyrir ,,Jökul”, þar 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.