Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 19
Það voru ekki allir háir i loftinu sem hlupu I Jökul-
hlaupi HSH.
5em félagar úr Trausta í Breiðuvík lifnuðu
allir við og hlupu sem ákafast. Og nú var
komið suður fyrir. í Staðarsveit komust
færri að en vildu, en þar skilaði hver bær
keflinu yfir landareignina til næsta bæjar.
Þegar komið var að Vegamótum, var
stefnan tekin á Kerlingarskarð og nú var
keflið í höndum Miklaholtshreppinga sem
létu ekki brattar brekkur á sig fá og hlupu
sem á jafnsléttu væri, enda engar tímatak-
markanir í gildi. Á Kerlingarskarði var
Pálmi Frímannsson héraðslæknir og
gjaldkeri HSH mættur fyrstur Hólmara
til að taka við keflinu, sem n var nú nokk-
uð fyrr á ferðinni en búist var við, en það
kom ekki að sök því rútan með hinum
hlaupurunum var á leiðinni og Pálmi
vanur langhlaupum. Herma sögur að
hann hlaupi tugi kilómetra á degi hverj-
um. Niður í Helgafellssveitinni sprettu fé-
lagar úr Umf. Helgafell úr spori um stund
en þá tóku Hólmarar aftur við og hlupu
Gylfi Magnússon formaður
Grundarfiröi kl. 8 að morgni.
Hlaupinu lýkur I Grundarfirði kl. 10 um kvöldið.
SKINFAXI
19