Skinfaxi - 01.08.1979, Side 20
nú sem leið lá í átt til Grundarfjarðar. En
Grundfirðingar sem nú voru fyrir góðri
stund vaknaðir, stóðu reiðubúnir á
brúnni yfir Mjósund, albúnir að Ioka
hringnum með þvi að hlaupa síðasta spöl-
inn með keflið góða. Og það tókst. Á
slaginu 10 um kvöldið lauk þessu fyrsta,
en að Iíkindum ekki síðasta ,,Jökul-
hlaupi” HSH. Gylfi Magnússon fékk nú
keflið aftur í hendur, þakkaði öllum þátt-
takendum fyrir þeirra hlut í velheppnuðu
hlaupi og kvað keflið verða varðveitt vel
um ókomna framtíð.
G.K.
Viðtal við
KRISTOFER JÓNASSON
ÖLAFSVÍK
Hann var þátttakandi í landshlaupi FRÍ
og síðan Jökulhlaupi HSH. Frjálsar
íþróttir hafa verið hans líf og yndi um ára-
bil. Fyrst sem þátttakandi í keppni, síðan
þegar hann var hættur allri keppni sjálf-
ur, þá eru það ekki mörg mót sem Kristó-
fer hefur vantað á. Hann er nú formaður
frjálsíþróttaráðs HSH.
Við hittum Kristófer á dögunum þar
sem hann var við starf sitt sem vélgæslu-
maður Rafveitu Ólafsvíkur og i von um
að vélarnar létu ekki á sér kræla lögðum
við fyrir hann nokkrar spurningar um
íþróttaferil hans.
Hvar hefst þinn íþróttaferill?
Ég er fæddur og uppalinn undir Jökli
að Arnarstapa og þar byrja ég að æfa 13
ára gamall. Svavar Markússon úr Reykja-
vík var þá í sveit á Stapa á sumrin. Hann
var þá byrjaður í íþróttum og ég smitaðist
af áhuganum í honum. Við bjuggum
okkur til gryfju til að stökkva í og bárum
-Hækkun áskriftargjalds----------------------------
Þrátt fyrir að verðstöðvun „gildi” nú í landi voru verður ekki hjá
því komist að Skinfaxi fylgi í kjölfar annara tímarita og blaða og
hækki áskriftargjald sitt. Það er þó reynt að halda þeirri hækkun í
algjöru lágmarki enda ábyrgðahluti ef annað væri gert. En sem
sagt, ágætu áskrifendur, gjaldið fyrir 1979 hefur verið ákveðið 1500
kr.
20
SKINFAXI