Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 21
sandinn í hana 500 metra leið neðan úr fjöru. Þegar stökkin fóru að lengjast hjá okkur þurftum við svo að sækja meiri sand. Á þessum árum bar ég árangra mína oft saman við úrslit á héraðsmótum víða um land, sem voru birt í Skinfaxa. Einnig voru í Skinfaxa kennsluþættir um frjálsar íþróttir, og var ein grein tekin fyrir í hverju blaði. Þessa kennsluþætti las ég vandlega og reyndi að fara eftir við æf- ingar. Seinna keypti ég bókina „Fjálsar íþróttir” og studdist við hana. Til gamans fyrir stráka sem eru um fermingu, get ég nefnt nokkra árangra frá þessum árum en þetta eru árangrar í minni eigin stökkgryfju, 13 ára stökk ég 4,62 í langstökki og 9,42 í þrístökki, 14 ára 5,13 og 10,15, 15 ára 5,36 og 11,72. Þegar ég var 15 ára háði það mér að ég hafði misstigið mig illa á stökkfætinum haustið áður, og þetta tók sig alltaf upp aftur, því varð ég að skipta um stökkfót eitt sumar og bætti því árangur lítið í langstökki það sumarið. 16 ára stökk ég lengst 6,25 í langstökki og 13.00 í þrí- stökki, 17 ára 6,37 og 13,35 en bestu árangrar í minni gryfju urðu svo 6,85 í langstökki og 13,70 í þrístökki. Keppni á mótum? Ég keppti fyrst 16 ára á héraðsmóti í Stykkishólmi, ég man nú ekki árangur, en ég var þá annar í þrístökkinu á eftir Kristjáni Jóhannssyni frá Lágafelli í Miklaholtshreppi. 1952 fór ég svo á Landsmótið á Eiðum, en gekk illa þar. Ég var mjög óánægður hvernig það fór. Við vorum þrir sem kepptum fyrir HSH í stökkunum og ég varð síðastur af þeim. Af hverju gekk svona illa? Það gerði æfingaleysið, ég man að ann- að stökkið sem átti að vera lengsta stökk- SKINFAXI ið hjá mér, gerði ég ógilt, ég þorði því ekki að taka á af fullu í þriðja stökkinu og þvi fór sem fór. Ég var þrettándi í stökk- röðinni þarna, svo síðan hefur mér verið hálf illa við töluna 13. 1954 vann ég svo þrístökkið á unglinga- meistaramóti. Það stökk var 13,68, sem varð minn besti árangur í keppni. í lang- stökkinu náði ég svo besta árangri á hér- aðsmóti í Stykkishólmi árið eftir en þá stökk ég 6,57 metra. Þetta voru hvoru- tveggja héraðsmet. Þótt langstökk og þrístökk væru mínar aðalgreinar var maður með í fleiri grein- um. Ég stökk 1,73 i hástökki á saxi á þessu sama móti í Stykkishólmi og vann þá Jón Pétursson, sem þá átti mun betri árangur, en hann vann þá í staðinn þrí- stökkið. Hvað með æfingar á þessum árum? Ég æfði mest á meðan ég var heima á Stapa, þá var maður alltaf hlaupandi og stökkvandi. Á því lifði maður lengi vel. Svo fór maður á sjóinn og æfði heldur lítið. Þó fékk ég eitt sumarið góða æfingu fyrir spjótkastið á reknetunum, við að hrista síldina úr netunum. Það sumar kastaði ég tæpa 50 metra í spjóti sem var minn besti árangur. Þetta var á drengja- móti á Stapa, sem var annars nokkuð söguleg keppni. Það var kastað í átt að girðingu þar sem bílar með áhorfendum voru. Einar Kristjánsson sem býr hér i Ólafsvík núna, var búinn að kasta sitt lengsta kast og síðasta og það var alveg út í girðingu, þá voru svona 2 metrar í bíl- ana. Ég kasta svo mitt síðasta kast og það er 20 cm lengra. Þótti þeim nú sem í bílun- um sátu nóg um og forðuðu sér frá. Þegar hér er komið sögu er komið að kvöldmat og við þökkum Kristófer fyrir spjallið og höldum á braut. G.K. 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.