Skinfaxi - 01.08.1979, Side 26
hann í þrem greinum eftir hörkukeppni og
varð annar í þeirri fjórðu. Keppni var
mjög jöfn í öllum greinum i þessum
flokki og réðu oft sentimetrar og
sekúndubrot úrslitum.
í stelpnaflokki vann besta afrekið
Kristín Halldórsdóttir úr KA er hún stökk
4,82 m í langstökki. En mest kom á óvart
sigur Sigurlínar Pétursdóttur Bolungarvík í
kúluvarpi og er þetta líklega í fyrsta skipti í
langan tíma sem Bolvíkingar hljóta Islands-
meistaratitil í frjálsíþróttum.
í piltaflokki vann Ármann Einarsson
UÍ A til fjögurra gullverðlauna með því að
sigra í þrem einstaklingsgreinum og vera
einn af fjórum í sigursveit UÍA í 4x 100 m
boðhlaupi. Þórður Pálsson úr HVÍ var
einnig atkvæðamikill þó ekki tækist
honum að sigra í neinni grein. Ármann
vann besta afrekið í þessum flokki með
því að stökkva 5,87 m í langstökki.
í teipnafiokki sigraði Svava Grönfeldt
UMSB í tveim greinum og vann ágætt af-
rek í langstökkinu með því að stökkva
5.31 metra. Bryndís Hólm ÍR vann besta
afrekið í þessum flokki, stökk 1.58 m í há-
stökki. Þórgunnur Torfadóttir úr USÚ
sigraði i kúluvarpi eftir harða keppni og
verður fróðlegt að fylgjast með því hvort
Austur-Skaftfellingar hafa þarna fundið
arftaka Guðrúnar Ingólfsdóttur.
Óopinber stigakeppni
í hinni óopinberu stigakeppni mótsins
sigruðu heimamenn eins og í fyrra og
höfðu nú umtalsverða yfirburði, hlutu 98
stig.
UMSB hlaut annað sætið með 67 stig og
HSH þriðja sætið með 60 stig.
Gófl þátttaka
Ánægjulegast við þetta mót var hin
mikla þátttaka og hversu mörg félög og
26
sambönd sendu þátttakendur. Á listanum
yfir þátttökufélög tekur maður eftir
mörgum nýjum nöfnum, sem ekki hefur
farið mikið fyrir á yngriflokkamótum
hingað til, svo sem: Umf. Bolungarvíkur,
ÍBÍ, UMSE, UMSS, USÚ og Selfoss. Þá
má ekki gleyma þeim sem undanfarin ár
hafa lagt ríka áherslu á að taka þátt í
þessu móti, svo sem UÍA, HSH, UMSB,
Afturelding, UBK, HVÍ og USAH.
Skinfaxi hvetur alla þá sem mögulega
geta, að halda áfram í þeim anda sem ríkti
á Eiðum og stefna að því að gera veg
íþróttanna sem mestan.
Úrslit úr mótinu fara hér á eftir.
Þrír fyrstu í hverri grein:
Strákar
12ðra og yngri:
60 m hlaup: sek.
Jón B. Guðmundsson Selfossi 8.6
Aðalsteinn Elíasson ÍBl 8.6
Ragnar Stefánsson UMSE 8.9
800 m. hlaup: min.
Jón B. Guðmundsson Selfossi 2.38.1
Sigurður Sigurþórsson HSH 2.38.2
Ragnar Stefánsson UMSE 2.38.6
Langstökk: M
Jón B. Guðmundsson Selfossi 4.64
Sigfinnur Viggósson UÍ A 4.58
Hermann Einarsson UMSS 4.52
Hástökk: M
Sigfinnur Viggósson UÍA 1.45
Jón B. Guðmundsson Selfossi 1.45
Sigurður Sigurþórsson HSH 1.30
Kúluvarp: M
Ragnar Klemensson HSH 9.60
Jón Kristjánsson KA 9.21
Aðalsteinn Kristjánsson UÍA 8.60
4 x 100 m boðhlaup: sek.
SveitUÍA 59.2
SveitUMSE 59.3
Sveit HSH 61.0
SKIIMFAXI