Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 7
Sund (>efur mikla alhlida hre.vfingu. offituna. Til dæmis brennir 70 kg maður um 60 hitaeiningum á því að ganga eða skokka einn kílómetra. Reykingar eru einn mesti skaðvaldur heilsu okkar. Reglubundin hreyfing og iðkun íþrótta er líkleg til að draga úr reyk- ingum og hvetur til bindindis á tóbak. Þetta atriði vegur mjög þungt í heilsu- vernd. Hár blóðþrýstingur flýtir fyrir æða- kölkun. Áreynsla hækkar að vísu blóð- þrýsting á meðan á henni stendur. En hjá vel þjálfuðum einstaklingi hækkar hann minna en hjá lítt þjálfuðum og er auk þess lægri í hvíld. Há blóðfita er einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Hún lækkar hjá þeim sem stunda þolæfingar reglulega, en mataræði hefur þar þó mest að segja. Að öllu samanlögðu má telja vist, að reglubundin þolþjálfun og hreyfing hafi mjög mikil áhrif í þá átt að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Við endurhæf- ingu kransæðasjúklinga er hreyfing aukin smátt og smátt, og sumir læknar hafa stefnt að því að láta þessa sjúklinga hlaupa maraþonhlaup, (42 km), að vísu rólega, eða á u.þ.b. 5 klukkutímum. En það er mikilvægt að auka hreyfinguna hægt, dag frá degi, og það er í rauninni ráðlegt fyrir alla sem eru að byrja að trimma. Fólk með hækkaða blóðfitu eða meðfædds hjartagalla svo og reykinga- menn ættu sérstaklega að fara varlega í upphafi þjálfunar. Dauðsföll við þjálfun af þessu tagi þekkjast, en eru afar sjald- gæf. Geðsjúkdóm ar. Fyrir utan hjarta- og æðasjúkdóma hefur þolþjálfun einkum verið notuð til að lækna og fyrirbyggja geðkvilla af ýmsu tagi. Fyrir því eru líka ýmis rök. Sumir fá útrás fyrir innibyrgða spennu, sem annars fær þá útrás í reiði- köstum og slíku. Þeir sem haldnir eru minnimáttarkennd fá aukið sjálfstraust. Trimmið hvetur til reglusemi og er ódýrt SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.