Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags tslands — LXX árgangur — 6. hefti 1979. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Jajhvœgi skal ríkja Styrkur ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar í landinu felst í því og mun ávallt byggjast á því hve margir ötulir og hæfir forystumenn koma til starfa í nafni hreyfingarinnar. Þó skiptir það höfuðmáli að gott samstarf ríki meðal forystumanna á hverjum tíma og að þeir gangi samstilltir til leiks. Við þurfum að velja og afmarka starfssvið félaganna í heild. Gera lýðn- um ljóst að hverju starfað er og fyrir hverja og ganga síðan hreint til verks, allir sem einn. í félagsstarfi þarf að velja verkefni sem bæði falla og hæfa fólki yngra sem eldra og hafa gildi fyrir mannlífið og þjóðfélagið, þessi atriði þurfa að vera leiðarljós þegar félagsstarf er skipulagt. í félagsstarfi er fengist við verkefni sem maður hefur ánægju af og gerir af frjálsum vilja í frístundum. Slíkt er mikilvæg lífsfylling, og vegur líkamshreyfing og það að leika sér þar þungt að mínu mati. Markmið í lífinu svo sem hugsjónir um að gera heiminn betri, vinna landi og þjóð sem mest gagn fara því miður ekki nógu hátt, en hitt virðist miklu vinsælla sem nefnist gróðahyggja og einstaklingshyggja. Vitað er að allir menn búa við takmörk, hugmyndaleg, þekkingarleg, tilfinningaleg og hæfnisleg. Hæfileikar manna eru á mismunandi sviðum og hver einstakl- ingur hefur hæfileika sem hann einn getur nýtt og hver einstaklingur getur SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.