Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 22
Kynning norrænna ungmenna- sambanda Norges Ungdomslag. Að þessu sinni kynnum við hér á síðum Skinfaxa eitt norrænt ungmenna- samband til viðbótar þeim þrem sem þegar hafa verið kynnt. Innan vébanda NU eru um 800 félög með c.a. 30.000 meðlimum áaldrinum 7 til 70 ára. Sam- bandið heldur uppi sterkri vörn gegn nýnorsku. Aðalstarf þess er þó tengt unga fólkinu, m.a. með skipulagningu á unglingavinnu, þá eru þjóðdansar og áhugaleikhús meðal vinfangsefna. Unnið er við námshringi, áhugaljósmynd- un, leiðtogamenntun o.s.frv. Á stefnuskrá Norska ungmennasambandsins er virk þjóðfélagsgagnrýni út frá nánasta umhverfi hvers og eins. Ennfremur er lagt mikið upp norskri menningararfleifð og verndun hennar. Tímarit NU heitir Norsk Ungdom. Vinningshafi / þriðja og síðasta söfnunarskeiði áskrifendahappdrœttis Skinfaxa bárust 76 nýir áskrifendur sem númeraðir voru frá 1—76 síðan var dregið út eitl núm er og upp kom númer 58. Þegar að því var gáð hver krækt hefði í þennan áskrifanda kom í Ijós að það var Gunnlaugur Árnason, HSÞ. Vinningurinn Binatone útvarp hefur vonandi hafnað í höndum hins heppna þegar þetta blað kemurfyriraugu lesenda. Að lokum er öllum þeim sem þátt tóku í þessari söfnunarherferð á afmælisári, þakkaður stuðningur við málgagnið. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.