Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 13
2. deild í keppni 2. deildar voru 5 héraðssam- bönd og eitt félag af íþróttabandalags- svæði. K.A. frá Akureyri sigraði nokkuð örugglega. UMSB varð jafn örugglega í öðru sæti og tefldi fram jöfnu og sterku liði. Um þriðja sætið kepptu HSK og UMSE og höfðu Skarphéðinsmenn betur. UMSS hreppti 5. sætið en UNÞ var með áberandi lélegasta Iiðið í keppninni og féll því í þriðju deild. Borgfirðingar veittu Akureyringum óvænt harða keppni fyrri daginn en náðu ekki jafn góðum árangri seinni daginn. Borgfirðingar eiga nú orðið mjög fram- bærilegt lið og eru aðeins veikir hlekkir í grindahlaupum og stangarstökki. Skarphéðinsmenn sem voru í 1. deild í fyrra eiga greinilega alltaf erfitt með að ná sínu sterkasta liði saman þegar þarf að fara út fyrir sambandssvæði HSK. Þannig var það einmitt nú og Ientu því Skarphéð- insmenn neðar en efni stóðu til. Eyfirðingar og Skagfirðingar stóðu vel fyrir sínu, eða eins og búast mátti við. í þessi tvö lið vantar breidd, þau eiga mjög frambærilega einstaklinga en síðan standa aðrir liðsmenn langt að baki. Norður-Þingeyingar komu mest á óvart i 2. deild, og þvi miður, fyrir lélega frammistöðu. Þingeyingar mættu ekki með nema hluta af sínu besta keppnis- fólki, og slíkt er ekki hægt að leyfa sér í keppni sem þessari. Hlutskipti Norður- Þingeyinga var því fall niður í næstu deild fyrir neðan líkt og nágrannar þeirra í Suður-Þingeyjasýslu. Lokastaðan í 2. deild varð þessi: Nr. 1. KA — 2. UMSB — 3. HSK — 4. UMSE — 5. UMSS — 6. UNÞ 157 stig 123 stig 101 stig 97 stig 84.5 stig 40.5 stig 3. deild Keppnin fór fram að Breiðabliki á Snæ- fellsnesi. Austfirðingum (UÍA) tókst nú það sem þeim mistókst í fyrra, að sigra 3. deildarkeppnina. Þeir höfðu umtalsverða yfirburði og sem dæmi hve lið þeirra var sterkt og jafnt þá náðu keppendur liðsins 1. eða 2. sæti í öllum greinum keppninn- ar. Snæfellingar hrepptu 2. sætið og eru nú heldur á uppleið eftir afar lágkúruleg fjögur síðustu árin í frjálsíþróttum. Ágætt starf þeirra í sumar hefur strax skilað árangri. Nú er bara að halda ótrauðir á brattann. Austur-Húnvetningar voru ekki langt að baki heimamönnum og eru þeir greini- lega einnig á uppleið og unglingastarf síðustu ára e.t.v. farið að skila sér. Dalamenn og N-Breiðfirðingar komu á óvart með ágætri þátttöku sinni. Árangur sumarstarfsins er greinilegur. Að senda lið í keppnina og það með all sæmilegum árangri er átak sem vert er að taka eftir. Þátttaka USVH var heldur slök og von- andi að Vestur-Húnvetningar undirbúi sig betur næst fyrir keppnina. Lokastaðan í 3. deild varð þessi: Nr. 1. UÍA — 2. HSH — 3. USAH — 4. UDN — 5. USVH 89 stig 69.5 stig 60 stig 38.5 stig 24 stig. Lokaorð Þessi stutta úttekt á Bikarkeppninni vona ég að verði einhverjum umhugsunar- efni. Ef svo reynist veit ég að ekki liður á löngu uns viðeigandi ráðstöfunum verður hrundið í framkvæmd, til að auka áhug- ann, bæta skipulagið, og þar með stór- bæta árangurinn. Setjið stefnuna á brattann. SkllMFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.