Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 16
Jóla sveinninn með síða skeggið Einu sinni var afar gamall jólasveinn sem bjó uppi í turni á pínulítilli kirkju langt uppi í sveit. Gamli jólasveinninn var með afar sítt skegg, þegar hann á jólum fékk í magann af því að borða of mikið af hrísgrjóna- graut og sætu ölu, stakk hann bara skegg- inu niður í buxurnar. Við það yljaði honum svo á maganum að hann varð samstundis hress á ný. Og þegar kuldinn smaug um gisinn kirkjuturninn tók hann skeggið og vafði því eins og trefli um háls sér. Og þegar hann hringdi stóru kirkju- klukkunni og hávaðinn var að æra hann batt hann skeggið um eyrun og setti síðan húfuna yfir allt saman. Gamli jólasveinninn var ákaflega ánægður með skeggið sitt enda var það líka raunverulegt töfraskegg og hafði þá náttúru að allt sem hann fægði með því varð að skíra gulli. Stóru kirkjuklukkuna í turninum sem hann bjó í, hafði hann fægt fyrir mörg hundruð árum og hún var sem úr skíra gulli væri. Og þegar hann læddist um niðri í kirkjunni á næturnar fægði hann kertastjakana, skírnarfontinn og hurðarhúnana og allt varð samstundis að gulli. Af þessum sökum var þessi pínu- litla og afskekkta kirkja fallegasta kirkjan í öllu kóngsríkinu og fólk kom langar leiðir að til þess að skoða hana. Þegar leið að jólakvöldi og jólasveinn- inn var tilbúinn að hringja klukkunni var 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.