Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1979, Blaðsíða 9
sér til gamans og heilsubótar ættu ekki að nota skó með Iöngum tökkum. Jafnvel hættulitlar greinar eins og lang- hlaup er hægt að stunda svo ákaft, að álagsskaðar komi á fætur. Á slíku er allt- af hætta, þegar æft er fyrir harða keppni og stefnt að metum. En einkum ber að vara alvarlega við því að nota lyf til að auka árangur. Þetta er að sjálfsögðu ólöglegt og andstætt anda íþróttanna, en getur auk þess skaðað heilsuna og valdið dauðsföllum. Þolþjálfun er annars vandalaust að stunda með þeirri forsjá, að hún hafi góð áhrif á heilsufar og líðan manna og valdi ekki tjóni. Og enginn sem byrj-r að stunda þolþjálfun ætti að verða svikinn af áhrif- um hennar á líðan og heilsufar. Heim ildir: 1. T.D. Noakes og L.H.Opie: Thc Cardio- vascular Risks and Benefits of Exercise. Practitioner, 288, vol 216,1976. 2. Kristján T. Kagnarsson: Líkamsæfingar og endurhæfing kransæðasjúklinga. Læknablaðið, 147, 7.-9. tbl. 1976. 3. J.N. Morris, J.W. Marr, D.G. Clayton: Diet and Heart, Brit. Med. Journ. 1307, vol 2,1977. 4. H. Keen et al.: Nutrient intake, adiposity and diabetes. Brit. Med. Journ. 655, vol 1, 1979. 5. Jóhannes Sæm undsson: Þolpróf, súrefnis- taka. íþróttablaðið, 51, 1. tbl. 1978. 6. Gunnar Sigurðsson: Æðakölkun og áhættuþættir. Læknablaðið, 65, 2. tbl. 1978. ÞRASTASKOGUR Á síðasta þingi UMFÍ að Stórutjarnaskóla var eftirfarandi tillaga varðandi Þrastaskóg samþykkt: 31. þing UMFÍ haldið að Stórutjarnaskóla samþykkir að fela viðtakandi stjórn UMFÍ að vinna ötullega að málefnum Þrastaskógar á næsta kjörtímabili, m.a. á grundvelli fyrri samþykkta sambandsþinga. Leggja ber áherslu á heildarskipulagningu svæðisins í Þrasta- skógi, með það fyrir augum að hægt verði að hafa ungmenna- og æfingabúðir á vegum UMFÍ og héraðssambandanna. Þingið heimil- ar stjórn UMFÍ að kjósa þriggja manna nefnd í þetta verkefni með tilliti til fjárhagsstöðu hreyfingarinnar, og möguleika á fjáröflun til framkvæmda í skóginum. Samþykkt samhljóða. Hvað hefur gerst síðan? Við leituðum frétta hjá Sigurði Geirdal framkvæmdastjóra UMFÍ. Síðan þessi tillaga var samþykkt hefur það helst gerst í málinu að nefndin hefur verið skipuð og eru í henni þeir Hafsteinn Þorvalds- son, Pálmi Gíslason og Páll Aðalsteinsson. Nefndin hefur haldið einn fund til að ræða verkefni sitt og setja sig inn í hina einstöku þætti málsins. Nefndinni kom saman um að kynna sér kostnaðarhlið þess að reisa hús fyrir sumar- búðir og slíka starfsemi í skóginum og er nú unnið að því að útvega teikningar og hug- myndir að því og einnig ræddir ýmsir mögu- leikar á því að halda kostnaði niðri. Nefndin hefur einnig farið skoðunarferð um skóginn til að átta sig betur á þvi hvaða verk- efni þurfa að hafa forgang. Þá skoðaði nefnd- in hús sem Selfossbær auglýsti til sölu, ef þar skyldi leynast möguleiki á að koma upp ódýru húsnæði á fljótlegan máta í skóginum, en ekki þótti kosturinn álitlegur eftir nánari skoðun. Vegna mikillar óvissu um fjármál UMFÍ á næsta ári hefur nefndin farið sér hægt varð- andi alla ákvarðanatöku en vinnur sem fyrr er sagt að því að safna hugmyndum og kanna lauslega hugsanlegar fjáröflunarleiðir. Tæp- lega er að vænta mikilla tíðinda af þessum vett- vangi fyrr eneftir áramót. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.