Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1980, Page 3

Skinfaxi - 01.02.1980, Page 3
SKINFAXI 1. tbl. — 71. árg. — 1980 ÚTGEFANDI: Ungmennafélag íslands. RITNEFND: Pálmi Gíslason ábm. Diðrik Haraldsson Sigurður Geirdal Finnur Ingólfsson Egill Heiðar Gíslason. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstofa UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykjavík—Sími 14317. OFFSETPRENTUN: Prentval h/f. STjÓRN UMFÍ: Formaður: Pálmi Gíslason Meðstjórn.: Diðrik Haraldsson Björn Ágústsson Bergur T orfason Guðjón Ingimundarson Póroddur Jóhannsson Jón Guðbjörnsson Varastjórn.: Dóra Gunnarsdóttir Haukur Hafsteinsson Hafsteinn Jóhannesson Finnur Ingólfsson Prkvstj. Sigurður Geirdal. blaðafulltrúar SKINFAXA: ÚMSK Bjarki Bjarnason ÚMSB Ófeigur Gestsson HSH Pálmi Frímannsson HVÍ Hilmar Pálsson ÚMSE Halldór Sigurðsson ÚÍA PéturEiðsson HSK Skrifst. Eyrarvegi 15 ÚMFK Sigurbjörn Gunnarsson Forsíöumyndin: Elak á auknum vinsældum að fagna hjá ungniennafélögunum. Þessi mynd er úr ÍS og Umf. Laugdæla í íslandsmót- lnu 1. deild þar sem Laugdælir eru að úggja andstæðinga sína að velli. Áratugur ungmennafélaganna Þegar nýtt ár er að hefjast er gjarnan litið til baka og spurt hvað hefur náðst? og um leið horft fram á við og enn spurt, hvað má bæta? Fyrir mig sem nú er að taka við forystustarfi hjá ungmennafélagshreyfingunni er þetta a.m.k. óhjákvæmilegt. Þessi áratugur sem menn virðast vera að verða sammála um að ljúki um næstu áramót, hefur verið mikill uppgangstími ungmenna- félaganna, svo að vel mætti kalla hann „áratug ungmennafélag- anna”. Enginn má þó skilja orð mín svo að ég sé að gera lítið úr því sem áður var gert. Frumherjarnir unnu slíkt starf í upphafi þessarar aldar að með ólíkindum má telja og sú sjálfstæðisvakning sem varð með þjóðinni ber þarað sjálfsögðu hæst. Það er líka rétt að minnast þess nú á „ári trésins” að það voru ungmennafélögin og ungmennafélagarnir sem í byrjun þessarar aldar tóku skóg- ræktarmálin á stefnuskrá sína. I fyrstu tölublöðum Skinfaxa frá 1909 má lesa hvatningargreinar til fólks bæði um skógrækt og ræktun skrúðgarða. Mjög góðar leiðbeiningar um jarðveg, áburð og meðferð og val plantna má finna í þessum fyrstu blöðum. Árið 1911 gaf Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Ungmennafélagi ís- lands mikið og fagurt landsvæði í Þrastaskógi til skógræktar. Þetta landssvæði er nú einhver mesta gróðurperla hér á Suðvest- urlandi. Miklu hefur verið plantað þó enn sé þar verk að vinna. Þarna hefur verið gerður hinn ágætasti íþróttavöllur. Nú vantar aðeins að koma upp aðstöðu fyrir ungmenna- og íþróttabúðir svo að sem flestir geti notið þessarar dýrmætu eignar okkar. íþróttirnar hafa alltaf verið mikill þáttur í starfinu og fyrsta landsmótið fór fram árið 1909 á Akureyri. Því miður urðu mótin aðeins þrjú í upphafi en sá mikli leiðtogi Sigurður Greipsson hóf þau aftur lil vegs og virðingar árið 1940. Það hefur þurft þor og áræði til þess á þessum erfiðleikaárum, en það skorti Sigurð ekki. Landsmótin hafa stöðugt eflst og við þurfum öll, góðir ung- mennafélagar, að gera landsmótið á Akureyri 1981 að glæstri hátið. Það getum við gert með því að vera með í leiknum, sem þátttakendur í keppni eða starfi, eða með því að horfa á og njóta þess sem æskufólkið hefur upp á að bjóða. Skinfaxi hefur nú komið út samfleytt í 70 ár — það eru því tímamót nú og upp á þau er rétt að halda með því að efla blaðið og auka áskrifendafjöldann. Blaðið kemur nú út í allbreyttu formi og er það von okkar sem að þvj stöndum að ykkur líki það vel. Allar ráðleggingar og hugmyndir eru vel þegnar. Þá eru skrif í blaðið að sjálfsögðu vel þegin, hvort sem um er að ræða afmörkuð mál um ungmennafélögin eða hreyfinguna I heild, eða umræðum um önnur hagsmunamál þjóðarinnar. Sá þáttur í starfinu þennan áratug sem sennilega hefur mest áhrif haft er hin viðamikla starfsemi Félagsmálaskóla UMFÍ og útbreiðslustarfið. Þau fjölmörgu námskeið sem haldin hafa verið hafa eflt áhugann og aukið þátttakendum áræðni og skilning á félagsstarfinu. Eg hefi í þessu spjalli mínu getið nokkurra helstu verkefna þó fjölmargt sé ótalið. En eitt skulum við gera okkur Ijóst að þessi mikli árangur sem náðst hefur nú þennan siðasta áratug hefði ekki verið mögulegur Þjónustumiðstöðvar UMFl hefði ekki notið við. Þar hefur átt sér stað upplýsingamiðlun, þangað hafa félögin og félagarnir leitað eftir aðstoð og upplýsingum. Við höfum verið heppin með það fólk sem þar hefur ráðist til starfa. Þjónustumið- stöðin er fyrir ykkur, góðir félagar, og er til reiðu til leiðbeiningar og aðstoðar þeirra málefna er til heilla mega verða æskulýðsstarfi þessa lands, — tslandi allt — P.G. I ANDHni:A1-AFN_______________________________________ SKINFAXI 353952 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.