Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 9
stjórn hans þökkuð mikil störf Ritari Haukurlngibergsson
a síðasta ári. Meðstjórn IngibjörgDamelsdóttir.
Ný stjórn UMSB er þannig
skipuð: __ . _
Formaður Ófeigur Gestsson Á þinginu var afhentur veg-
Varaformaður Helgi Bjarnason legur bikar til eignar þeim
Gjaldken Pálmi Ingólfsson íþróttamanni UMSB sem
Viðtal við Bjarna Sigurðsson
Þeir sem komið hafa á
frjálsíþróttamót í Borgarfirði
undanfarin ár munu eflaust
kannast við Bjarna Sigurðs-
son, áhugasaman og kapps-
fullan. Dags daglega hefur
Bjarni eftirlit með vegum
Borgarfjarðar og bregður sér
stundum upp í veghefil ef
honum ofbýður holufjöldinn.
Það kom fram í spjalli
okkar að hann er fæddur í
Stykkishólmi 19/1 1933 en
fluttist ungur til Borgarness.
Félagi í Ungmennafélaginu
Skallagrími hefur hann verið í
30 ár, stundum í stjórn og
stundum ekki.
Annars hefur félagsstarfið
verið að meirihluta á vegum
UMSB, en þar hef ég lengi
verið í frjálsíþróttanefnd. Mér
finnst keppendur hér alltaf
líta á sig fyrst og fremst sem
UMSB-fólk. Það er ekki sami
krafturinn þegar keppt er inn-
byrðis eins og út á við. Þá er
kappið að standa sig vel undir
ttterki UMSB. Starfið hefur
gengið mjög vel að undan-
förnu og það hefur haldið
manni við þetta.
Varst þú sjálfur keþþandi áður
fyrr?
Nei, en synir mínir tveir,
Kristján og Friðjón hafa verið
með og það hefur náttúrlega
ýtt undir þetta hjá mér. (I
skýrslu UMSB sé ég að
Friðjón á einmitt Borgarfjarð-
armet í 100 og 200 m hlaup-
um).
Nú varst þú í landsmótsnefnd
1975 hvernig li'kaði þér það?
Það var mjög skemmtilegt
verkefni. Hins vegar varð fjár-
hagsútkom# UMSB ákaflega
dapurleg og skuldir við félög-
in voru verulegar. En hin
góða samstaða hér kom þá vel
í ljós, því félögin strikuðu öll
skuldirnar út og björguðu þar
meðUMSB.
Hvað heldurðu um þátt UMSB
á næsta landsmóti?
Ég á von á því að hann
verði góður. Við stöndum að
vísu illa hvað sundið varðar,
en ég á von á að við verðum
með harðsnúið lið í frjáls-
íþróttum og jafnvel körfu-
bolta og knattspyrnu.
Er mikill munur á félagsstarf-
inu nú ogfyrir 30 árum?
Það eru nú orðnir alltof
margir klúbbar starfandi.
Dreifingin á starfinu verður of
mikil og kemur niður á öllum
Manstu eftir nokkru sérstœðu úr
starfinu?
Mér dettur þá helst í hug
bók sem var í eigu Umf.
Skallagríms en er nú á
mestar framfarir hafði sýnt á
síðasta ári.
Bikarinn gáfu þau Ingi-
mundur Ingimundarson og
Ragnheiður kona hans og var
það íris Grönfeldt sem hlaut
gripinn.
Byggðasafninu. Tilkoma þess-
arar bókar var sú að þegar
Ungmennafélagið byggði
Skallagrímsgarð (lystigarðinn
í Borgarnesi), ég held milli
1935 og ’40, var félagið komið
í mikla skuld. Gátu menn
skrifað nafn sitt í bókina fyrir
eina krónu. Hver blaðsíða var
númeruð og vísa skrifuð efst á
síðuna, síðan drógu menn
númer úr kassa er vísaði til
blaðsíu í bókinni. Inn munu
hafa komið um 300 kr. sem
var meira en fyrir skuldinni
og var afgangurinn lagður í
sundlaugarsjóð. Sá maður er
stóð fyrir þessu var Friðrik
Þorvaldsson. Nú nýlega sendi
hann félaginu 10 þús. kr. að
gjöf með þeim orðum að þetta
mundi vera svipuð upphæð og
ein króna þegar bókin varð til.
Eitthvað að lokum Bjarni?
Já, ég verð að segja það að
mér hlýnar alltaf um hjarta-
rætur þegar ég sé að eldri
mönnum er talið það til kosta
að hafa verið ungmennafélagi
frá þeim tíma er ungmenna-
félögin voru að hasla sér völl.
Ég held að gamla ungmenna-
félagshugsjónin gæti bætt það
ástand í þjóðfélaginu sem við
búum við í dag.
Ég vil að lokum óska hreyf-
ingunni alls hins besta og að
hún megi eflast og dafna.
Ungmennafélagshreyfingin á
alltaf erindi til fólksins. PG.
SKINFAXI
9