Skinfaxi - 01.02.1980, Qupperneq 10
Bjarni K. Skarphéðinsson
sem sæmdur var starfsmerki
UMFÍ á þingi UMSB 9. feb.
s.l. er ekki þekktur langt út
fyrir sitt hérað fyrir sín félags-
málastörf. Hann er maður
sem sjaldan hefur verið í for-
ystusveit ungmennafélags-
hreyfingarinnar, en starfað í
kyrrþey, sem hinn trausti
félagi, ætíð tilbúinn með hug-
myndir, jákvætt viðhorf og
einlægan áhuga á að leggja
hverju góðu máli lið. Tíðinda-
manni blaðsins fannst því við-
eigandi að heyra svolítið frá
honum sjálfum um félags-
starfið.
Það upplýstist að Bjarni er
fæddur fyrsta dag ársins 1927
vestur á Þingeyri. Gekk þar
snemma í ungmennafélag en
starfaði þó fyrst og fremst sem
skáti. 1962 fluttist hann til
Borgarfjarðar og gerðist véla-
gæslumaður við Andakíisár-
virkjun.
Eg gekk strax í Ungmenna-
félagið íslending. Félagið var
yi ðtal við
Bjama Skarphéðinsson
fámennt með virkum kjarna.
Ég var fljótlega kosinn í út-
breiðslunefnd og átti hug-
mynd að því að sent var
dreifibréf til allra unglinga er
ekki voru í félaginu og þeim
boðið að vera með. Upp úr
því var stofnuð unglingadeild-
in Æskan 1967 og var ég
gæslumaður hennar um ára-
bil. Bjarni Vilhjálmsson þá-
verandi formaður félagsins var
mjög virkur og áhugasamur
um þessa stofnun. Þá var ég
forstöðumaður bókasafns ung-
mennafélagsins frá 1962 þar
til á síðasta ári að reglum
safnsins var breytt. Það er nú
undir stjórn Héraðsbókasafns-
ins en fer þó ekki úr hreppn-
um. Safninu er tvískipt, út-
lánamiðstöð er á Hvanneyri
og er þar ágæt lesstofa, og
hluti er á Brún í Bæjarsveit
undir ágætri stjórn Eyjólfs
Hjálmarssonar. Áður var
Hvanneyrarhlutinn í húsi
félagsins við Hreppslaug.
Starfaðir þú ekki eitthvað að
Húsafellsmótum?
Jú, ég vann þar talsvert
bæði fyrir UMSB og eins í
hjálparsveitinni OK.
Hvað viltu segja um starfsemi
ungmennafélaganna?
Mér finnst þetta heppilegt
form ekki síst í dreifbýli, þar
sem starfsemin er á mjög
breiðum grunni. fþróttir eru
mjög æskilegar en mega ekki
yfirgnæfa félagsmálaþáttinn
sem ég tel öllu þýðingarmeiri.
Nú sé ég að þú ert með Lions-
merki í barminum. Hvað finnst þér
um samskipti klúbbanna og ung-
mennafélagshreyfingarinnar?
Ég hef lengi starfað í Lions-
hreyfingunni og haft af því
mikla ánægju. En því er ekki
að neita að ég hefi oft heyrt
um það talað — og þá ekki
síst góða og einlæga ung-
mennafélaga að „klúbbarnir”
væru að drepa ungmenna-
félögin.
Þetta finnst mér hið mesta
öfugmæli. Það má reyndar
með nokkrum sanni segja, að
stundum veiki klúbbarnir
ungmennafélögin með því að
draga til sín áhugasama
félagshyggjumenn. En ég tel
algerlega ástæðulaust að láta
þessi mál þróast þannig. Mér
finnst að í klúbbunum geti
ungmennafélögin átt — og
eigi á vissan hátt nú þegar —
sterka og ómetanlega bak-
hjarla.
Klúbbarnir hafa margt gott
gert í æskulýðsmálum en þeir
mættu vissulega taka þessi
mál fastari tökum. Mitt eigið
viðhorf í þessum efnum er, að
klúbbstarfið eigi að vera
víkjandi, en ungmennafélags-
starfið að sitja í fyrirrúmi. Og
þannig hefur það oft verið í
raun hjá mér og mínum
Lionsfélögum.
Er eitthvað sem þú vildir segja
að lokum?
Ég tel starf ungmennafélag-
anna þýðingarmikinn þátt i
uppeldis- og menningarmál-
um íslensku þjóðarinnar. Það
er því þjóðarnauðsyn að vegur
þeirra sé sem mestur. PG.
10
SKINFAXI