Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1980, Side 15

Skinfaxi - 01.02.1980, Side 15
Lóa Rúnarsdóttir, 15 ára heima- sœta { Klauf, flutti sögu félagsins ó afmœlishófinu. Með tilkomu félagsheimilis, var þá ekki fjörugt skemmtanalif í sveitinni? Fljótlega komst sá háttur á að hafa þrjár dansskemmtanir a haustin áður en vermenn fóru til vers. Síðan voru böll ekki nefnd fram á sumar. Ein af þessum þrem skemmtunum mun hafa verið réttardans- leikur og fyrirrennari réttar- ballanna sem enn er fastur liður í starfi okkar, sívinsæll °g okkar aðaltekjulind. Heimboð til annarra ung- mennafélaga hafa nokkuð verið stunduð og við átt skemmtileg samskipti við mörg önnur félög innan HSK. Leiklist hefur í litlum mæli verið stunduð en undanfarin ar hefur félagið í samvinnu við önnur félög gengist fyrir dansskóla. Einnig mætti nefna kvöldvökur yfir vetrar- mánuðina, hin árlegu þorra- blót og íþróttaæfingar. Frá upphafi hefur félagið efnt til skemmtiferða. Áður fyrr á hestum en síðar á bílum og með flugvélum um byggðir og °byggðir. Seinni ár hefur þetta alveg lagst niður nema leikhúsferðir. Hvernig hefur félagið starfað á lþróttasviðinu? íþróttir hafa verið stundað- ar innan félagsins frá upphaFi. hkammt frá Þinghúsinu, en svo var fyrsta samkomuhúsið °kkar nefnt, var hlaðið í Fífl- SKINFAXI Lóa Rúnarsdóttir. holtsfljótið og myndaðist þar allmikil uppistaða sem notuð var til að veita vatni á engjar. Þessi uppistaða var notuð til sundiðkana og þarna kepptu Landeyingar með harðsnúið lið í sundi, glímu og öðrum íþróttum. Þarna voru mörg glæsileg afrek unnin og fann enginn fyrir kulda þótt svaml- að væri í ísköldu vatninu. 9. júlí 1910 tók félagið þátt í fyrsta íþróttamóti Skarp- héðins að Þjórsártúni sem jafnframt var fyrsta íþrótta- mót sem haldið var á Suður- landi. Eftir endurreisn félags- ins hafa frjálsar íþróttir mest verið stundaðar og félagið hefur átt margt ágætt íþrótta- fólk sem hefur staðið sig ágæt- lega á mótum bæði innan héraðs og utan. Skák hefur einnig skipað nokkurn sess í starfinu. Á tímabili æfði félag- ið þjóðdansa og tók þátt í nokkrum sýningum. Árið 1969 keypti félagið land undir íþróttavöll við Njálsbúð og var gerð vallarins að mestu lokið 1971. Undanfarin ár hefur félagið gengist fyrir samkomum 17. júní þar sem keppt er í víðavangshlaupi og fleiru. Hvernig er Njálsbúð búin iþróttaáhöldum? Það er til hástökksdína og æfingadína en nú er verið að athuga með kaup á ýmsum áhöldum. Með tilkomu húss- ins vona ég að það verði al- mennari þátttaka á íþrótta- sviðinu en verið hefur síðustu ár. ungmennafélögunum umlandallt góða og ódýra prentun. Verið velkomin. Prentval Súðarvogi 7 — 104 Reykjavík. Sími91-33885. 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.