Skinfaxi - 01.02.1980, Side 20
Sigurður Greipsson lýsir úrslitum I glímumóti HSK 1950. Frá
vinstri: Sigurður Greipsson, Rúnar Guðmundsson, Hörður Ingvars-
son, Eysteinn Þorvaldsson og sigurvegarinn Sigurjón Guðmunds-
son.
ingarstarfsemi þá sem endra-
nær. Glímuæfingar stundaði
Eysteinn reglulega allt til
1965. Síðustu árin með
Glímufélaginu Armann í
Reykjavík, en Eysteinn flutti
búferlum til Reykjavíkur
1958, eftir þriggja ára nám í
blaðamennsku í Þýskalandi.
En ekki hefurðu lagt íþróttir á
hilluna þar með?
Nei, þá hóf ég æfingar í
júdó, sem ég hef stundað
reglulega síðan. Þetta hefur
þó meira verið trimm, þar
sem ég hef ekki tekið þátt í
mótum. Þetta leiddi svo til
þess að ég var kosinn for-
maður Júdósambands Islands
þegar það var stofnað 1973, og
hef verið það síðan.
Nú varst þú ritstjóri Skinfaxa
Engt, Eysteinn, hvernig bar það
að?
Já, því réði tilviljun og
þetta var aldrei annað en
bráðabirgðaráðstöfun. Árið
1964 leið án þess að nokkurt
blað kæmi út, en smám
saman hafði dregið úr útgáf-
unni. Þetta þótti ráðamönn-
um samtakanna illt og Haf-
steinn Þorvaldsson, sem þá
var ritari UMFÍ og fram-
kvæmdastjóri landsmótsins á
Laugarvatni, bað mig að
koma til liðs við blaðið, en
mjög var tekið að nálgast
landsmót. Var þá gripið til
þess ráðs að snara út einu
hefti af árgangi 1964 og 1. og
2. hefti ársins 1965 og tókst
það fyrir landsmót. Þetta þýð-
ir að útgáfa Skinfaxa hefur
ekki fallið niður eitt einasta ár
frá upphafi. Síðan sá ég um
útgáfuna allt til ársloka 1976.
Aldrei var ég ráðinn til starfs-
ins og hafði oft nauman tíma
til að sinna þessu sem skyldi.
Þessi bráðabirgðaráðstöfun
náði því yfir 13 árganga.
Hvernig var aðstaðan til að
vinna að blaðinu?
Aðstaðan var ákaflega erfið
til að byrja með, eða allt þar
til fastur starfsmaður var ráð-
inn árið 1970. Ég átti alltaf
mikið og gott samstarf við
Sigurð Geirdal framkvæmda-
stjóra UMFÍ, en hans mikla
áhuga þekkja flestir ung-
mennafélagar. Eitt af því
ánægjulegasta í þessu starfi
voru kynni mín af frumherj-
unum og þeim góða hug er
þeir báru til ungmennafélag-
anna.
En hverjir voru helstu erfiðleik-
arnir?
Of mikið áhugaleysi bæði
meðal stjórnarmanna í ung-
mennafélögunum og annarra
félaga. Blaðið þarf á meira
liðsinni að halda. I ung-
mennafélögunum er fullt af
fólki með skoðanir og góðar
hugmyndir. Þetta fólk þyrfti
að senda meira af efni og gera
blaðið að enn betra félags-
málamálgagni.
Nú starfaðir þú eitthvað að
öðrum verkefnum en Skinfaxa fyrir
UMFÍ?
Ég vann hluta úr sumri
1968 vegna landsmótsins á
Eiðum og að landsmótsskrán-
um 1965, 1968, 1971 og 1975.
En lokaorðin Eysteinn?
Þau mundu verða sú
afmælisósk til Skinfaxa að
hann eignaðist virkari stuðn-
ing forystumanna og annarra
við að leggja honum til efni.
Er ég kvaddi Eystein
sýndi hann enn sinn góða
hug til UMFÍ er hann afhenti
UMFÍ til eignar gamlar leik-
skrár landsmóta m.a. frá
landsmótinu 1911. Stjórn
UMFÍ færir Eysteini bestu
þakkir fyrir þetta drengskap-
arbragð svo og bestu þakkir
fyrir mikið og óeigingjarnt
starf í þágu Skinfaxa og Ung-
mennafélags íslands.
Pálmi Gi'slason.
20
SKINFAXI