Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 22
Ágúst Þorsteinsson UMSB.
Grindahlaupin
Það eru tugþrautarmenn
sem eru í efstu sætunum í
grindahlaupunum og var
Stefán mjög góður í 400 m
grind. Stefán er nú hættur
keppni í tugþraut að eigin
sögn vegna meiðsla og er von-
andi að hann snúi sér alveg að
400 m grindahlaupi næstu
árin. Annars beini ég því til
ungra frjálsíþróttamanna að
æfa meira grindahlaup. Með
því stuðla þeir að betri
árangri í þessari grein sem
virðist ekki vanþörf á, auk
þess sem grindahlaup er mjög
góð alhliða þjálfun.
Stökkin
Ég get nú ekki orða bundist
yfir árangrinum i stökkunum
því hann er til háborinnar
skammar það held ég að fleiri
séu sammála mér um. Og
minni ég á í því sambandi að
heimsmet kvenna í langstökki
er 7,09 m og hástökki kvenna
2,01 m. Enda sést best á því
þegar litið er yfir skrána að
flestir þeir menn sem eru þar
eru annaðhvort tugþrautar-
menn eða gamlir æfingalausir
jaxlar sem eru búnir að vera
að hjakka í sama farinu í
mörg ár. Ég skora á menn að
vakna nú til lífsins í þessum
efnum og fara að æfa þessar
greinar og það allt árið.
Köstin
Það ber mest á Einari
Viihjálmssyni í köstunum
Stefán Friðleifsson UÍA.
enda er hann mikið kastara-
efni þó ekki sé meira sagt. Þó
virðist hann ekki hafa náð því
út úr spjótinu sem til var
ætlast af honum en bætir sig
aftur á móti meira í sínum
aukagreinum. Einar þarf
miklu meiri tæknilega þekk-
ingu til að ná betri árangri.
Pétur Pétursson tugþrautar-
maður átti við meiðsli að
stríða en náði samt mjög
þokkalegum árangri í kúlu-
Einar Vilhjálmsson UMSB
varpi. Búast má við miklum
framförum hjá Pétri á næsta
ári og er ekki ólíklegt að hann
kasti yfir 16 m þar sem hann
einbeitir sér nú að kúluvarpi.
Hinn 48 ára gamli
Þorsteinn Alfreðsson sló öllum
ungu mönnunum ref fyrir rass
í kringlunni og finnst mér það
ekki sannfærandi með fullri
virðingu fyrir Þorsteini. Enda
er það tilfellið að árangurinn í
kringlunni er ekki góður.
Sleggjukastið er alger hörm-
22
SKINFAXI