Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 23
Ip *í*> t* : Pétur Pétursson UIA. ung eins og vanalega og vil ég beina því til þjálfara að kynna sér betur sleggjukastsþjálfun °g reyna að bæta úr. Það er alveg eins gott að hætta að keppa í þessari grein eins og að halda áfram þessari vit- leysu. Þorsteinn Þórsson UMSS. Fjölþrautir Þorsteinn Þórsson er eini maðurinn sem nær frambæri- legum árangri í tugþraut á árinu. Tognun í læri kom í veg fyrir Þorsteinn færi yfir 7000 stig. En næsta ár verður vonandi betra hvað það snert- ir. KONUR Spretthlaupin Það er ánægjulegt til þess að vita að flest efstu sætin í spretthlaupunum skipa ungar hlaupakonur. Svava Grön- feldt er mikil spretttýpa og náði góðum tíma í 100 m. Ragnheiður Jónsdóttir kom á óvart fyrir mjög góðan árang- ur og vona ég að áframhald verði þar á. Hrönn, Ingveldur, Nanna Sif og Helga eru einnig efnilegar þannig að framtíðin er björt. Haldið áfram af krafti stelpur og enga stöðnun. Hólmfríður var frísk að venju en þarf að æfa meira til að bæta sig eitthvað að ráði. Millivegalengdir: Framfarir urðu alls ekki nógu miklar í þessum grein- um. Og sérstaklega vekur athygli að UÍA-stúlkurnar stóðu algerlega í stað og fór meir að segja frekar aftur heldur en fram. Vil ég beina því til forystu UÍA að gera eitthvað í þeirra málum því þarna eru gífurleg efni á ferð- inni t.d. Anna Hannesdóttir. Thelma bætir sig engan veg- inn nóg. Og finnst mér við Ragnheiður Jónsdóttir HSK. fyrstu sýn hún líkjast ungu mönnunum í UMSK, þ.e. að hana vantar allan neista eða snerpu. Finnst mér hún ekki hafa nógu mikla ánægju af því sem hún er að gera. Vonandi kemur hún til á Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.