Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1980, Síða 30

Skinfaxi - 01.02.1980, Síða 30
Ungir og áhugasamir frjálsíþróttamenn úr UMSE. Stúlkur: 10 ára og yngri: Ásdís Gunnlaugsdóttir Umf. Rcyni. 11 og 12 ára: Kristín Gunnlaugsd., Umf. Skriðúhrepps. 13-14 og 15 ára: Ingigerður Júlíusd., Umf. Svarfdæla. 16 ára og eldri: Hólmfríður Erlingsd., Umf. Skriðuhrepps. Piltar 10 ára og yngri: Gunnar Gunnarsson, Umf. Svarfdæla. 11 og 12 ára: Ragnar Stefánsson, Umf. Reyni. 13, 14 og 15 ára: örn Traustason, Umf. Reyni. 16 ára og eldri: Benedikt Björgvinsson, Umf. dagsbrún. Umf. Reynir varð stigahæst félaga með 46 stig. Héraðsmótið í frjálsíþrótt- um fór síðan fram 7.—11. og 12. ágúst fyrsti hluti fór fram á Akureyrarvelli en hinir tveir á Árskógsvelli. Þátttaka var feiknagóð, en veðrið ekki nægilega gott til keppni: Sig- urvegarar í einstökum greinum urðu: Gísli Pálsson Umf. Skriðu- hrepp í 110 m grind. á 17,2 sek., 400 m hl. 55,8 sek., og þrístökki með 12,72 m. Hannes Reynisson í 200 m. hl. á 24,0 sek. Jón Aðalsteins- son í 800 m hl. 2:16,7 mín. Kristján Sigurðsson Umf. Svarfdæla í 5000 m hlaupi, 19:14,8 mín, 3000 m hl. 10:25,5 mín., 1500 m hl. 4:49,8 mín. Árni Snorrason Umf. Þor- steini Svörfuði, 100 m hl. 11,8 sek., langstökki 6,28 m. Elfar Jóhannsson Umf. Reyni, há- stökki 1,75 m. Ólafur Sigurðs- son Umf. Svarfdæla, stangar- stökki, 3,00 m. Þóroddur Jóhannsson Umf. Möðru- vallasókn, kúluvarpi 11,36 m. Jóhann Bjarnason Umf. Reyni, kringlukasti, 33,59 m. Jóhannes Áslaugsson Umf. Narfa, spjótkasti, 46,78 m. Af konum urðu eftirtaldar sigurvegarar: Hólmfríður Erlingsdóttir Umf. Skriðuhrepps, 100 m grind, 16,6 sek, 200 m hl. 26,7 sek., 100 m hl. 13.1 sek., 400 m. hl. 64.0 sek., langstökk 5,06 m. Sigríður Víkingsdóttir Umf. Dagsbrún 1500 m hl. 5:43,3 mín, spjótkast 26,42 m. Svandís Þóroddsdóttir Umf. Möðruvallasókn, hástökk 1,40 m. Sigurlína Hreiðarsdóttir, Umf. Árroðinn, kringlukast 30,38 m. Margrét Sigurðar- dóttir, Umf. Reyni, kúluvarp 8,45 m. Gísli Pálsson Umf. Skriðu- hreppi varð stigahæstur karla með 25'/4 stig en af konum varð Hólmfríður Erlingsdóttir Umf. Skriðuhr. stigahæst með 32 stig. Umf. Skriðuhrepps vann nú héraðsmótið í þriðja sinn í röð og vann þar með veglegan bikar til eignar. Mörg önnur mót voru haldin á vegum UMSE, svo sem unglingamótið svokall- aða, en þar keppa unglingar 15 ára og yngri í tveimur aldursflokkum. Er þetta að jafnaði fjölmennasta frjáls- íþróttamót sumarsins og jafn- framt eitt það ánægjulegasta. Það er ekki síðri, einbeiting- in og keppnisharkan hjá þeim yngstu, er þau geisast áfram á hlaupabrautinni eða kasta kúlunni, heldur en hjá þeim eldri. Það er ekki eingöngu glæsileg afrek sem þau sækjast eftir, heldur það að fá að vera með. Ekki spillir það heldur þessum mótum, hve foreldr- arnir eru að verða virkir, bæði sem starfsmenn og áhorfend- ur, en það er þessu unga og upprennandi afreksfólki ákaf- lega mikil hvatning að finna áhuga foreldranna og hafa þau hjá sér er þau taka þátt í sínum fyrstu íþróttamótum. Vonandi verður framhald á þessari þróun á næstu árum. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.