Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 3
SKINFAXI 4. tbl. — 72. árg. — 1981 ÚTGEFANDI: Ungmcnnafélag íslands. RITSTJÓRI: Steinþór Pálsson. RITNEFND: Pálmi Gíslason ábm. Diðrik Haraldsson. Sigurður Gcirdal. Finnur Ingólfsson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstofa UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykjavík — Sími 14317. SETNING OG UMBROT: Leturval sf. OFFSETPRENTUN: Prentval sf. X rMcðal efnis: Avarp Þórodds Jóhannssonar form. landsmótsnefndar ... 3 Mótsetningarræða Pálma Gíslasonar formanns UMFÍ ............. 4 Ræða forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur .. 6 Avarp Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra......... 7 17. Landsmót UMFÍ........ 8 Úrslit keppnisgreina..... 15 Svipmyndir frá 17. Landsmóti UMFÍ...................... 18 Að loknu Landsmóti ...... 31 * Fursíðu mymliii Skinfaxi er að þessu sinni helgaður landsmótinu, enda er hér um aukablað að ræða, fyrirhugað er að koma 7 tbl. út á þessu ári. Myndin er af fremsta hluta skrúðgöngunnar á landsmótinu, fyrst koma fánaberar frá samböndun- um og síðan stjórn UMFI. ÁVARP Þórodds Jóhannssonar formanns landsmótsnefndar Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og aðrir góðir landsmótsgestir. Við upphaf þessa landsmóts, 17. landsmóts UMFI, er mér efst í huga þakklæti, þakklæti til hinna mörgu, sem lagt hafa hönd að verki við undirbúning og framkvæmd mótsins. Sjálfsagt gera fáir sér það fullkomlega ljóst, aðrir en þeir sem í komast, hversu umfangsmikið og margþætt verk það er að undirbúa og sjá um framkvæmd á slíku móti sem þessu sem nú er formlega hafið. Því er ekki að neita, að oft hefur syrt í álinn í sambandi við ýmsa undirbúningsþætti mótsins og stundum læðst kvíði og svartsýni í hugann. En þegar sólin skín hverfa slíkar hugrenningar jafnan á skammri stund. Og þegar ég lít til baka finnst mér að sólin hafi oftast skinið í sambandi við allt það starf sem á undan er gengið. Samstarfið við þá mörgu aðila sem við í landsmótsnefnd höfum leitað til hefur verið með afbrigðum gott. Hvar- vetna hefur okkur verið vel tekið. Þegar við nefndum landsmót UMFÍ, þá var eins og flestir teldu sér skylt að bregðast vel við og leggja sem mest af mörkum. Freist- andi væri að rekja það nánar, en það er of langt mál að gera því skil hér. Þó get ég ekki annað, samvisku minnar vegna, en getið sérstaklega um það mikla framlag sem Akureyrarbær hefur lagt til þessa móts. Allt frá því að ákveðið var að halda mótið hér á Akureyri og fram á þennan dag hafa forráðamenn bæjarins og starfsmenn hans sýnt Iandsmótinu einstakan áhuga sem fylgt hefur verið eftir í verki, svo sem sjá má víða merki þessa dagana hér í bænum. Það allt er hér með þakkað af heilum hug, það verður munað og ég vona að Akureyringar njóti þessa verka í sem ríkustum mæli í framtíðinni. Að lokum vil ég, fyrir hönd landsmótsnefndar, flytja öllum keppendum og gestum þessa móts, bestu óskir um ánægjuríka daga hér á Akureyri og vona að allir fari héðan með góðar endurminningar að móti loknu. Bestu þakkir til allra sem lagt hafa 17. landsmóti UMFÍ lið. Islandi allt. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.