Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1981, Side 4

Skinfaxi - 01.08.1981, Side 4
Forseti íslands, menntamálaráð- herra, bæjarstjórn Akureyrar, heiðursgestur Vilhjálmur Hjálm- arsson og frú, keppendur, starfs- menn, ágætu mótsgestir. Fyrir hönd Ungmennafélags fs- lands býð ég ykkur öll velkomin til 17. landsmóts UMFÍ sem haldið er hér á Akureyri í umsjá Ungmennasam- bands Eyjafjarðar. Það fer vel á þvi að þessi staður skyldi valinn — en einmitt á þessu ári eru 75 ár liðin síðan fyrsta ungmennafélagið var stofnað — en það var Ungmennafélag Akureyrar. Fyrsta landsmót UMFÍ var haldið hér 1909. Aðstaða til slíks mótshalds hefur sjálfsagt ekki verið góð. Æfingar vafalaust ekki eins skipulagðar og nú MÓTSETNINGARRÆÐA PÁLMA GÍSLASONAR _ * formanns UMFI er. Á hinn bóginn þurftu þátttakend- ur að leggja mikið á sig til að mæta á slíkt mót. Fræg er saga tveggja sunn- lenskra keppenda er gengu norður Kjöl til þátttöku á þessu fyrsta lands- móti. Þó Ungmennafélag Akureyrar hafi liðið undir lok hefur Akureyri ætíð tengst ungmennafélagshreyfing- unni sem miðstöð hins þróttmikla félagsstarfs í Eyjafirði. Hér var haldið myndarlegt landsmót 1955. Nú er haldið hér landsmót á ný — landsmót sem margar ötular hendur hafa unnið að. Þakkir skulu færðar forystumönn- um bæjarmála á Akureyri fyrir þá miklu aðstoð er þeir hafa veitt svo mót þetta geti farið fram með sem mestum glæsibrag. Aðstaða hér öll er til mikill- ar fyrirmyndar. Landsmótsnefnd og framkvæmdastjórum hennar skulu hér færðar þakkir fyrir fórnfús störf og góða skipulagningu. Þegar fyrstu ungmennafélögin voru stofnuð 1906 varð vakning hjá þjóð- inni. Barátta ungmennafélaga fyrir betra landi — bættri þjóð fólst í kjör- orðinu „Ræktun lands og lýðs”. Þá var vor í hugum ungs fólks. Ung- mennafélögin hófu að klæða landið skógi, áhugi á íþróttum tók að eflast, samkomuhald, málfundir og barátta fyrir byggingu héraðsskóla sem urðu undirstaða menntunnar dreifbýlisins. Styrkur ungmennafélaganna í dag er sá að þau hafa aðlagast nýjum tíma. I dag eru ungmenriafélagar um 24 þús. í 196 félögum. Starfssvið ungmenna- félaganna er víðtækt: íþrótir, leiklist, þjóðdansar, skák, bridge, félagsmála- fræðsla o.m.fi. Heildarsamtökin reka síðan þjónustumiðstöð í Reykjavík þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum fyrir félögin. Mikilvægur þáttur í starfsemi ung- mennafélaganna er félagsmálafræðsl- an, enda hafa ungmennafélögin verið kölluð „Félagsmálaskóli þjóðarinn- ar.” Félagsmálaskóli UMFÍ starfar í námskeiðsformi um allt land og hafa á s.l. 10 árum verið haldin um 350 nám- skeið. Þótt segja megi að í starfi ung- mennafélaganna hafi skipst á skin og skúrir er víst að síðasta áratuginn hef- ur stöðugt verið stefnt fram á við. Sá fríði hópur sem hér er mættur til leiks ber vott um það. Aldrei hafa jafn margir mætt til keppni á landsmót UMFI og frá jafn mörgum aðilum. Ætla má að keppendur, sýriingahópar og starfsmenn séu vart undir tveim þúsundum og ef þeir eru taldir með sem á einn eða annan hátt hafa unnið að því að gera þessa þátttöku svo myndarlega með starfi og undirbún- ingi í heimahéraði má vafalítið tvö- falda þessa tölu. Þeim skulu öllum færðar þakkir. Vaxandi áhugi fyrir almennings- íþróttum og útivist hefur orðið þjóð- inni mikil blessun. íþróttir afreks- manna eru það einnig — þær hvetja til almennrar þátttöku, þær hvetja ungt fólk til að leggja sig fram. Þessa tvo þætti má ekki aðskilja. Landsmót UMFÍ hafa stöðugt auk- ist að umfangi. Á hverju móti er bætt við einhverjum íþróttagrcinum. Og 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.