Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1981, Side 7

Skinfaxi - 01.08.1981, Side 7
AVARP Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra Virðulegi forseti fslands. Full- trúar bæjarstjómar Akureyrar. Agætu áheyrendur. Eg óska Ungmennafélagi Islands velfarnaðar í lengd og bráð og bið því sérstakrar blessunar á þessum degi og óska félginu til hamingju með þá hátíð sem nú er að hefjast. Eg vil minnast þess sérstaklega að ungmennafélagshreyfingin — sem skipulögð samtök — átti vöggu sína í Akureyrarbæ. Héðan barst hreyfingin út um landið og festi rætur hvarvetna um byggðir Islands. Jóhannes Jósefsson, fyrsti formaður Ungmennafélags Oddeyrar, — eins og stofnendur nefndu fyrsta ungmenna- félagið — tekur svo til orða í ævisögu sinni, sem Stefán Jónsson alþm. skráði eftir honum: „Við ætluðum ungmennafélögun- um stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Þau áttu að endurvekja reisn þjóðveldis- tímabilsins, verða afivaki allra dáða og skóli þjóðlegra mennta, andlegra og veraldregra.” Mér gefst ekki tími til þess nú að meta í smáatriðum hversu ung- mennafélögunum hefur tekist að standa við þessi fyrirheit. En hitt er víst að ungmennafélögin fóru með stórt hlutverk í sjálfstæðisbaráttu og menningarsókn þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar og skiluðu hlut sínum vel í samstarfi við önnur fram- faraöfi í þjóðfélaginu. Og enn í dag gegnir ungmennafé- lagshreyfingin mikilsverðu hlutverki í félags- og menningarlífi þjóðarinnar. Þótt tímarnir séu breyttir á ytra borði frá því sem var fyrir 75 árum, þá full- yrði ég að á þessari stundu er engu síður þörf fyrir menningaráhuga og þjóðræknishugarfar ungmennafélag- anna en þá var. Jóhannes Jósefsson sagði að ung- mennafélagshreyfingunni heíði verið ætlað það hlutverk að vera aflvaki allra dáða, — hvorki meira né minna. Eg skil orð Jóhannesar þannig að þcir félagar hafi ætlað hreyfingunni að manna og mennta íslendinga svo vel að þeir væru færir um að stjórna sjálfir ríki sínu, reka sjálfir atvinnuvegi sína, ávaxta mennigararf þjóðarinnar með skapandi list og skáldskap, lærdómi og íþróttum jafnfætis. Þetta merkir að ungmennafélagshreyfingunni var ætl- að að leysa úr læðingi þá orku, sem innra býr með hverjum einstaklingi og veita henni í sameiginlegt forðabúr andlegrar orku íslensku þjóðarinnar. Slík var orkustefna ungmennafélag- anna. Það er ærið háleitt markmið og líklega ekki raunsætt, ef krafist er skýrra svara um það, hvernig þessu markmiði skuli náð. Þrátt fyrir allt eru íslendingar, þar með taldir ung- mennafélagar, breyskir menn í breyskum heimi. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að hafa slíkt há- leitt markmið til viðmiðunar, efþjóðin ætlar að lifa af næstu 75 ár sem frjáls og atorkusöm menningarþjóð. Hin andlega orkustefna ungmennafélag- anna getur forðað þjóðinni frá miklum voða. Hún er þaðafi sem þjóðin þarfn- ast. Af þeim sökum bið ég þess að ungmennafélögin minnist ávallt upp- runa síns og starfi ætíð í anda frum- herjanna, haldi uppi reisn lýðveldis- ins og verði ævinlega afivaki allra dáða og skóli þjóðlegra mennta, and- legra og veraldlegra, eins ogjóhannes Jósefsson orðaði það. Til hamingju með daginn, ung- mennafélagar! Gleðilega hátíð! SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.