Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1981, Page 8

Skinfaxi - 01.08.1981, Page 8
Skarphéðinsmenn í óða önn að reisa sitt stóra tjald. Á fimmtudagskvöldi streymir fólk til Akureyrar. Rútur og einkabílar fullir af fólki úr öðrum landshlutum eru að koma fram eftir öllu. Einnig koma margir flugleiðina og hefur ferðum til og frá Akureyri verið fjölgað um þessa helgi. Stór tjaldborg rís fyrir ofan húsmæðraskólann. Þar hefur hvert héraðssamband sitt afmark- aða svæði og eru allir í óða önn að reisa tjöld og koma sér fyrir. Mikil eftirvænting skín úr svip hvers og eins enda stórhátíð í nánd, lands- mót UMFI hefst á morgun. Menn eru ekki allskosta ánægð- ir með veðrið, rigning og kuldi, en ekki er hægt annað en vera bjart- sýnn þar sem landsmótin hafa oft- ast fengið náð fyrir veðurguðun- um. Landsmótsnefnd hefur boðað til fundar með flokks- og farar- stjórum kl. 9 um kvöldið. Þar er farið yfir það helsta svo allt verði á hreinu þegar mótið hefst með morgni. Verið er að leggja síðustu hönd á nýju íþróttahöllina og fjöldi fólks vinnur fram á miðja nótt við að lagfæra lóðina, slétta úr byngj- um, tyrfa og gróðursetja. Mikið hefur verið unnið seinustu dagana fyrir mótið og er nú allt svo til tilbúið fyrir keppnina. Mótið hefst Föstudagurinn 10. júlí rennur upp og öflum til mikil léttis er veðrið ágætt, sól og mikill hiti miðað við daginn áður. Veðrið hafði tekið miklum stakkaskipt- um og meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, veðrið hélst þannig alla mótsdagana. En áður en menn eru almenni- lega búnir að þurrka stírurnar úr augunum er keppni hafin út um allan bæ en alls var keppt á 12 stöðum. Aðstaða til keppni á Ak- ureyri er mjög góð og rómuðu bæði gestir og keppendur hana. Ungmennafélagar í íþrótta- Séð yfir hluta tjaldbúðanna. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.