Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1981, Page 13

Skinfaxi - 01.08.1981, Page 13
Hauksson UMFK. Enjúdómenn úr Keílavík röðuðu sér í þrjú efstu sætin í eldri flokkunum. Knattleikir Urlistaleikurinn í borðtennis kvenna var á milli Ragnhildar Sigurðardóttur UMSB, sem er margfaldur Islandsmeistari, og Guðrúnar Einarsdóttur UMSK sigurvegara frá síðasta landsmóti. Lauk þeirri viðureign með sigri Ragnhildar. í karlaílokki var það Gylfi Pálsson UMFK sem sigraði en Keílvíkingar sigruðu einnig í þessari grein á síðasta landsmóti. Blakið fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Urslitaleikurinn var á milli UMSE og HSK. Lauk þeirri viðureign með öruggum sigri Eyíirðinga, þcir unnu 3 lotur en HSK enga. Keppni um 1. sætið í hand- knattleik kvenna stóð eins og oft áður á milli UMSK og HSÞ. Úr- slitaleikurinn var mjög jafn og spennandi. HSÞ hafði yfir í hálf- leik en í þeim síðari voru stúlk- urnar í UMSK mun ákveðnari og sigruðu að lokum. I körfuknattleiknum var það lið UMFN sem sigraði, en þcir eru mcð eitt sterkasta lið í körfunni hér á landi og er í fersku minni að þeir sigruðu úrvalsdeildina sl. vetur. Þeir spiluðu úrslitalcikinn við nágranna sína úr Keflavík og höíðu þeir algjöra yíirburði í þeim leik. Besti maður leiksins var Guðsteinn Ingimarsson UMFN, hann fór á kostum og skoraði alls 56 stig. UMFK fór betur út úr knatt- spyrnunni en þar sigruðu þeir UlA í úrslitaleiknum. Uppistað- an í liði Kellvíkinga eru menn sem spila með liði ÍBK í II. deild ís- landsmótsins. Einnig mátti þekkja landsliðsmenn og lyrrver- andi atvinnumenn í liði þeirra. Einhverjum hefur ef til vill brugðið við að sjá að UMSK lék ekki úrslitaleikinn cins og þeir hafa gert á undanfórnum lands- mótum. En eins og sést hér aftar í blaðinu þá féllu þeir út í forkeppn- inni. Skák Skákkeppninni lauk með sigri HSK sveitarinnar, þeir hlutu 13 1/2 vinning. Næst kom sveit UMFB með 12 vinninga. HSK sveitinni tókst að ná fram sigri í seinustu umferðinni en áður höíðu þeir veriðjafnir UÍA mönn- um sem lentu í 3ja sæti. Kynningargreinar Keppt var í þrem kynningar- greinum, fimleikum, siglingum og lyftingum, auk þess fór fram keppni fatlaðra í fyrsta skij^ti á landsmóti. Þessar grcinar voru ekki reiknaðar með í stigakeppn- inni. Fimleikar fóru Iram í íþrótta- skcmmunni. Þátttakendur voru Irá UMSK og Akureyri. I siglingum var keppt alla mótsdagana og setti Ijöldi lítilla seglbáta skemmtilegan svip á fjörðinn. Keppendur voru frá UMSK, Akureyri og Rcvl kjavík. I lyftingum bar hæst afrekjó- hanns Hjálmarssonar Akureyri en hann setti glæsilegt heimsmet í öldungallokki í kraftlyftingum. En auk kraftlyftinga var keppt í bekkpressu fatlaðra og einnig var keppt í olympískum lyftingum. I íþróttakeppni fatlaðra var keppt í þrem greinum: bogfimi, boccia og curling. Sveitir frá Ak- ureyri, Reykjavík, Vestmanna- eyjum og Reykjalundi, Mosfells- sveit tóku þátt í keppninni. Kvöldvaka Kl. 8 á laugardagskvöldið hófst kvöldvaka í nýju íþróttahöllinni. Þessi glæsilega höll þeirra Akur- eyringa var troðfull af lólki og bekkir þétt setnir. Auk ræðuhalda voru skemmtiatriði á dagskrá. Skúli Oskarsson, heimsmeistari með meiru tók á lóðunum, Karla- Heiðursgesturinn, Vilhjálmur Hjátm arsson, flytur hátíðarræðuna. Guðmundur Jónsson formaður HSK hampar sigurverðlaununum. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.