Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1984, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.06.1984, Qupperneq 3
SKINFAXI 3. tbl. - 75. árg. -1984 MKRIFTARVERÐ 350 kr. árgangurinn. • LAUSA- SÓLUVERÐ: 65. kr. eintakið. • ÚTGEFANDI, Ung- niennafélag fslands. • RITSTJÓRI, Ingólfur A. Steindórsson. • RITNEFND, Jón G. Guðbjömsson, Sergur Torfason. Guðjón Ingimundarson. • AF- óREIÐSLA SKINFAXA, Skriistofa UMFÍ. Mjðlnisholtí l4- Reykjavík. Simi 14317. • SETNING, UMBROT OG ^Ú-MUGERÐ, Prentþjónustan hf. • PRENTUN, fTenlsmiðjan Rún sl. Meöal Framkvœmdastjóra- úámskeið............... 5 Undirbúningur Qengur vel............. 7 Frjálsiþróttaþjálfun.. ÍO Prá Landsmótsneínd.... 14 ^agskrá Landsmóts UMFÍ..... 15 Skinfaxi kynnir framkvœmdastjóra héraðssambanda........ 16 Landsmótsspár........... 18 Forsíðumynd: F'orsiðumyndin er tekin á Kópa- v°9svelli aí Berglindi Erlends- áóttur og Svanhildi Kristjónsdótt- Ur úr UMSK. Svanhildi er spáð si9ri í ÍOO m hlaupi og lang- siökki á landsmótinu í ldnds- úrótsspá í blaðinu. SRINFAXI Sigurbjörn Gunnarsson Velkomin a 18. Landsmót UMFL Enn er komið að landsmóti. Að baki er mikill og fjöl- þættur undirbúningur. Við sem að þessum undirbúningi höfum unnið sjáum brátt árangur erfiðisins og við vonum að sá árangur verði velheppnað mót með öflugri þátttöku sem flestra ungmennafélaga. Undirbúnigurinn hefur ekki einungis verið á vegum ungmennafélaganna, UMFK og UMFN sem halda mótið heldur hafa bæjarfélögin, Keflavík og Njarðvík staðið fyr- ir miklum framkvæmdum til þess að landsmótið geti farið sem best fram. Það er einmitt einn af helstu ávinningunum við landsmótin að fyrir þau á sér stað mikil uppbygging íþróttamannvirkja auk þess sem mikið er lagt i fegrun og snyrtingu á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Þessar framkvæmdir nýtast að sjálfsögðu íbúum staðanna löngu eftir að landsmótinu er lokið. Annar mikilvægur ávinningur af landsmótunum er hin félagslega og íþróttalega vakning sem á sér stað hjá ung- mennafélögunum á landsmótsári. Aldrei er starfið meira en einmitt þá og mótin eru fyrir löngu orðin að ákveðnu marki sem ungmennafélögin miða sig við og stefna að. Sú hugsun hefur oft skotið upp kollinum meðan á undir- búningi fyrir þetta landsmót hefur staðið hvort mótin séu orðin of stór og viðamikil. Vissulega eru mótin orðin um- fangsmikil, keppnisgreinum hefur fjölgað og það er ekki á færi nema hluta af sambandsaðilum UMFÍ að halda mótin. Það verður því að varast að mótin vaxi hreyfing- unni yfir höfuð. En jafnframt verður ungmennafélags- hreyfingin að sjá til þess að landsmótin haldi þeim sessi að vera stærstu og glæsilegustu æskulýðs og íþróttamót sem haldin eru hér á landi. Að þessu höfum við Suðurnesja- menn reynt að stefna í ár. Verið velkomin á 18. Landsmóti UMFÍ. Sigurbjörn Gunnarsson. 3

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.