Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Síða 5

Skinfaxi - 01.06.1984, Síða 5
Framkvœmdastjóra- námskeiö. Árlegt framkvæmdastjóra- námskeið var haldið í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur dagana 8. °g 9. júní s.l. Sú hefð hefur skapast í seinni tíð að námskeiðin hafa verið haldin á landsmótsstað, þau ár sem landsmót eru. Yfir 20 þátt- takendur sóttu námskeiðið auk leiðbeinenda. Sum sambönd og félög sendu tvo þátttakendur og var það þá annað hvort formaður eða héraðsþjálfari sem mætti nteð starfsmanninum. Á nám- skeiðinu var farið yfir helstu störf framkvæmdastjóra og þau verk- efni sem hann þarf að leysa. Þá yar seinni daginn farið ítarlega yfir allt sem varðaði væntanlegt landsmót, en starf flestra fram- kvæmdastjóra kemur til með að snúast mest um undirbúning fyrir mótið fram að þeim tíma. Námskeiðið þótti takast mjög yel en leiðbeinendur á námskeið- >nu voru Sigurður Geirdal, Helgi Gunnarsson, Diðrik Haraldsson, Skúli Oddsson og Sigurbjörn Gunnarsson. Pálmi Gíslason for- maður UMFÍ heilsaði upp á þátt- takendur fyrri daginn. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrr- verandi formaður UMFÍ, kom seinni daginn og kynnti gönguna a Landsmótinu fyrir þátttakend- um. Einn liður í kynningunni á 'andsmótinu var að skoða lands- mótssvæðið. Var farið gangandi um allt svæðið og skoðuð öll þau mannvirki sem notuð verða til heppni á landsmótinu. Tók þessi skoðunarferð 1 Vi klukkustund °g sést á þvi að stutt er á milli staða í Keflavík og Njarðvík, því stoppað var dágóða stund á hverjum stað. Var það mál manna að líklega hefði aldrei verið hald- ið landsmót við jafn glæsilegar aðstæður og jafn góðan húsakost og nú væri fyrir hendi fyrir lands- mótið í sumar. IS Frá framkvœmdastjórnanámskeiðinu. F.v. Stefán Már Guðmundsson UNÞ, Hafsteinn Þorvalásson fyrrverandi formaöur UMFÍ, Síguröur Geirdal framkv. stj. UMFÍ, Diörik Haraldsson stjórnarmaöur UMFÍ og Skúli Oddsson fram- kvœmdastjóri UÍA. Á leiö um landsmótssvœöiö. Páll Sigurösson formaöur USVH, Jóhann Geirdal formaöur UMFK, Þórhallur Guöjónsson formaöur Landsmótsnefndar, Stefán Már Guömundsson framkvœmdastj. UNÞ, Þröstur Óskarsson starfsmaöur UMSK, Gunnar Jónsson framkvæmdastj. UMFK og Siguröur Geirdal fram- kvœmdastjóri UMFÍ. Si<UNFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.