Skinfaxi - 01.06.1984, Side 18
Landsmótsspá — Landsmótsspá
Jon Sœvar Þórðarson.
Landsmótsspá í
írjálsum
íþróttum
Fyrir rúmum mánuði síðan
bað ritstjóri Skinfaxa mig um að
skrifa landsmótsspá í frjálsum
íþróttum. Ég varð við þeirri
beiðni því ég tel mig ekki minni
spámann en hvern annan og
sæmilega i stakk búinn til að
sinna þessu verkefni. Ég hef dreg-
ið spána nokkuð á langinn með
vilja til að betra sé að átta sig á
hverjir keppa á mótinu og í hvern-
ig formi þeir eru. Enn er ekki út-
séð með hverjir verði valdir til
keppni á OL, en ég ætla að gera
ráð fyrir að Vésteinn, Einar og
Egill Eiösson
íris verði þeirra á meðal. Reyndar
er þegar búið að velja Einar og
Véstein, en íris er volg að mínu
mati. Verður ekki gert ráð fyrir
þeim í landsmótsspánni. Mæti
þau hins vegar, sigra þau sínar að-
algreinar og verði í verðlaunasæti
í öðrum.
Ef við lítum fyrst á samböndin
sem til álita koma sem stigahæsta
samband, koma þrjú fyrst upp í
hugann þau eru: HSK, UMSK og
UÍA. Einnig má nefna UMSE,
UMSB og UMSS. Þessi sambönd
verða í 6. efstu sætunum. HSK
J6n Diöriksson
hefur titil að verja og verða erfiðir
viðureignar. Vésteinn keppir ekki,
en Þráinn bróðir hans er aftur
kominn í sitt gamla félag og
styrkir það mikið. Sigríður
Kjartansdóttir mun keppa fyrir
HSK og þeim veitir svo sannar-
lega ekki af spretthlaupurum.
Ólafur Óskarsson hefur séð um
þjálfun stórs hluta HSK liðsins
(Selfoss) í vetur. Auk hans mun
Kári Jónsson þrístökkvari þjálfa
liðið i sumar.
Mikil endurnýjun á sér stað í
UMSK liðinu. Stórefnilegir
Helgi Þór Helgason
18
SKINFAXI