Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 22
Frjálsíþróttaþjálfun. Þriöji þáttur Helga Ruth Alíreðsdóttir IV. áfangi. Grunntœkni og undirbúningur aö fyrstu keppni. Ef þið hafið fylgt æfingum síð- ustu þátta í Skinfaxa, er nú kom- inn tími til að íhuga tæknileg at- riði og ykkar fyrstu keppni. Víða um landið standa ungmennafé- lögin fyrir æfingum í frjálsum íþróttum. Gott væri ef þið gætuð æft einu sinni eða tvisvar í viku á nærliggjandi íþróttavelli. Þá daga sem það er ekki hægt æfið þið líkt og greint var frá í síðasta þætti, að viðbættum æfingum sem koma fyrir í þessum pistli. Æfingatafl- an gæti verið sem hér segir: Hlaup 1. Spretthlaup: Keppni fer fram á afmörkuð- um brautum (ca. 1,22 m br.). Keppandi má ekki yfirgefa sína braut fyrr en hlaupi er lokið. Hér Æfingaáætlun: 1. æfing: (íþróttavöllur) spretthlaup langstökk kúluvarp 2. æfing (heima) hástökk spjótkast hringþjálfun 3. æfing (heima) spretthlaup langstökk kúluvarp 4. æfing (íþróttavöllur) hástökk spjótkast 800 metrar á landi hlaupa börn yngri en 12 ára 50 eða 60 m og þau eldri 60 eða 100 m. Til að ná góðu við- bragði notum við startklossa. Klossinn fyrir fremri fótinn hall- ar um 45 gráður og við setjum hann eitt og hálft til tvö fet aftan við viðbragðslínuna. Klossinn fyrir aftari fótinn er brattari ca. 70 gráðu halli, við setjum hann feti aftar en fremri klossann. Sjá mynd 1. a) start: Fyrirskipanir ræsis eru: „Takið ykkur stöðu” og „við- búin”. Þegar allir keppendur eru kyrrir er hleypt af byssunni. Þeg- ar ræsir segir, „takið ykkur stöðu”, stígið þið fram fyrir kloss-. ana. Krjúpið og setjið hendurnar á hlaupabrautina. Færið nú fæt- ± „Viöbúnir” „Skot” 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.