Skinfaxi - 01.06.1984, Page 23
urna á klossana, hné aftari fótar-
ins á að snerta jörð. Setjið hendur
> axlabreidd fyrir aftan línuna.
Sjá mynd 2 a-d. Handleggirnir
eru beinir og þyngd ykkar hvílir á
höndum og fótum bakið er að-
eins bogið og þið horfið niður á
startlínuna. í þessari stöðu bíðið
þið rógfeg. Við merkið „viðbúin”
lyftið þið hné aftari fótarins frá
jörðu, við það færist mjöðmin
örlítið upp fyrir öxlina. Þyngd
líkamans færist meir á handlegg-
>na, höfuðstaða er óbreytt (mynd
2 e). í þessari stöðu bíðið þið ein-
beitt eftir skotinu. Við hvellinn
losið þið hendur frá jörðu og
spyrnið fast í klossana. Spyrna
aftari fótarins verður að vera
mjög snögg til þess að þið getið
framkvæmt sem fljótast fyrsta
skrefið. Réttið strax úr fremri fæt-
inum það flýtir ykkur fram á við.
Sveiflur handleggja þurfa að
komast sem fljótast í takt við
hreyfingar fótanna. (mynd 2-9).
b) hröðun: Fyrst eftir startið hall-
ið þið ykkur töluvert fram. Þessi
halli minnkar smám saman og
skrefin verða lengri. Eftir 20 til 30
m eruð þið búin að ná ykkar há-
markshraða. Honum haldið þið
fram yfir marklínu og passið að
horfa hvorki til hægri né vinstri.
Á æfingum og í keppni hitið
þið vel upp, t.d. með því að
skokka tvo til fjóra hringi á vellin-
»m eftir hita og veðurfari. Gerið
teygju og liðkandi æfingar og
hlaupið nokkur stutt hlaup með
vaxandi hraða. Lagið startkloss-
ana og startið nokkrum sinnum.
Slakið síðan á og beinið huganum
að hlaupinu.
skinfaxi
viðbragðslína
2. Langhlaup:
í lengri haupum 600—800 m
skiptir startið sjálft ekki eins
miklu máli og í spretthlaupum.
Keppendur safnast á fylkingar-
línu, sem er bogadregin. Við fyr-
irskipun ræsisins, „takið ykkur
stöðu” færa keppendur sig fram á
viðbragðslínu. Startað er stand-
andi úr skrefstöðu (mynd 3 a).
Strax eftir startið þurfið þið að
koma ykkur á góðan stað í kepp-
endahópnum. (á innstu braut).
Sjá mynd 3. Til að byrja með er
best að fylgja fremstu hlaupurun-
um, eftir getu ykkar en hafa í
huga: a) að hlaupa sem mest á
innstu braut. b) að fara aðeins
framúr keppendum á beinu
brautinni, ekki í byrjun. c) að
hlusta á hina hlauparana en líta
ekki til baka. d) að halda enda-
sprettinn í mark. Eftir hlaupið
skokkið þið hægt og teygið vel.
Stökk
1. Langstökk:
í langstökkskeppni stökkva þeir
sem eru 14 ára og yngri af upp-
stökkssvæði (1 m. br.) en þau eldri
af planka (20 cm.) Tilhlaupið er
venjulega 15—19 hlaupaskref,
sem samsvarar ca. 30—38 göngu-
skref og fyrsta skrefið er alltaf
tekið með stökkfætinum. Mælið
ykkar aðhlaup heima t.d. 30
gönguskref. Hlaupið vel með vax-
andi hraða að og stökkvið. End-
urtekið þetta sex til átta sinnum
með góðum hvíldum á milli þar
til að þið stökkvið alltaf upp á
sama stað. Þá mælið þið tilhlaup-
ið til baka í fetum, þetta tilhlaup
notið þið svo í keppni, stundum
þarf þó að breyta tilhlaupinu um
1—2 fet vegna breyttra aðstæðna.
Góð langstökkstækni fyrir
byrjendur er skrefstökk. Sjá
mynd 4. Eftir gott tilhlaup með
vaxandi hraða réttið þið efri bol-
inn upp í síðustu skrefunum án
þess að hægja á ykkur. Stökkvið
þá mjög kröftuglega upp með
hjálp handleggja og sveiflufóts.
Þessari stöðu haldið þið augna-
blik og teygið svo báða fætur
fram til lendingar, hnén gefa vel
eftir og handleggirnir sveiflast
fram til að tryggja að þið dettið
ekki afturfyrir ykkur. Best er að
lenda jafnfætis.
2. Hástökk:
Vinsælasti hástökksstíllinn um
þessar mundir er svokallaður
„flopp” eða fettustíll. Til að hægt
halda skrefið
lenda
11