Skinfaxi - 01.06.1984, Blaðsíða 26
4-
Landsmótsspá — Landsmótsspá
Gunnar Árnason.
Blaká
Landsmóti 1984
8 Héraðssambönd hafa til-
kynnt þátttöku í blakkeppni 18.
Landsmótsins. Þau eru: UMSE,
HSÞ, UNÞ, UÍA, USVS, HSK,
UMFK og UMSK.
UMSE vann öruggan sigur á
17. Landsmótinu á Akureyri 1981
en liðið hefur breyst all mikið síð-
an og er nú að mestu skipað leik-
mönnum hins sameiginlega liðs
Reynis og Dalvíkinga sem vann
sigur í 2. deild íslandsmótsins í
blaki siðastliðinn vetur. Undirrit-
aður hefur ekki séð liðið leika en
þekktustu kappar liðsins eru
þjálfarinn Halldór Jónsson,
gamalreyndur landsliðsmaður,
Stefán Jóhannesson og Hjalti
Halldórsson sem báðir hafa leik-
ið með unglingalandsliði.
HSÞ ætti ekki að vera í vand-
ræðum með að ná saman liði sem
verður í baráttunni um sæti í efri
hlutanum, þrátt fyrir að ekkert lið
úr Suður-Þingeyjarsýslu tæki
þátt i íslandsmóti meistaraflokks
karla 1984. Líklega verður uppi-
staða liðsins úr hópnum sem lék í
1. deild með Bjarma 1983. HSÞ
varð í 3. sæti 1981.
UNÞ náði 6. sæti á Akureyri
1981 eftir sætan sigur á USVS og
nú er stefnan að halda því a.m.k.
í liðinu eru ungir og efnilegir
strákar auk annarra reyndari svo
sem bræðranna Daníels og Gylfa
Árnasona sem tóku þátt í deilda-
keppninni fyrir nokkrum árum.
UÍA liðið verður skipað leik-
mönnum Þróttar Nes. sem urðu í
4. sæti í íslandsmóti 2. deildar í
vetur. Þar eru fremstir í flokki
hinir gamalreyndu Ólafur
Sigurðsson og Grímur Magnús-
son sem hafa alið upp hóp ungra
og mjög efnilegra stáka. Þróttur
Nes. sigraði í íslandsmóti 3.
flokks karla og varð í 3. sæti í 2.
flokki. TVeir ungu mannanna
léku í unglingalandsliði í apríl og
Marteinn Guðgeirsson hefur ver-
ið valinn í landsliðshóp karla fyr-
ir Norðurlandamót í október.
UÍA varð í 5. sæti á Akureyri.
USVS varð í neðsta sæti á
Akureyri og verður að öllum lík-
indum í neðri hlutanum nú. í lið-
inu eru fáir þekktir blakmenn svo
vitað sé, en Guðni Einarsson er
þó traustur.
HSK verður aðallega skipað
leikmönnum úr Samhygð en
e.t.v. bætast einhverjir í hópinn.
Þekktastir eru Torfi Rúnar Krist-
jánsson sem lék 7 fyrstu lands-
leiki Islands og bræðurnir
Eggert, Pétur og Andrés Guð-
mundssynir en sá síðasttaldi hef-
ur leikið með unglingalandsliði.
Samhygð varð í 3. sæti 2. deildar
íslandsmótsins, en HSK varð í 2.
sæti á Akureyri 1981.
UMFK er óreynt keppnislið og
hefur aðeins tekið þátt í einu móti
á vegum B.L.I. (Haustmóti 1983)
og ekki er búist við að liðið nái
langt á sínu fyrsta Landsmóti.
UMSK hefur innan sinna raða
marga góða blakmenn en liðið
verður væntanlega að mestu skip-
að leikmönnum HK sem urðu í 2.
sæti 1. deildar íslandsmótsins í
vetur. Þeirra þekktastir eru Iands-
liðsmennirnir Haraldur Geir
Hlöðversson, Samúel Örn
Erlingsson, Páll Ólafsson,
Hreinn Þorkelsson, Benedikt
Höskuldsson svo og formaður
Blaksambandsins Skjöldur Vatn-
ar Björnsson. Auk þess eru
nokkrir unglingalandsliðsmenn í
hópnum. UMSK varð í 5. sæti á
17. Landsmótinu en ætti að vera
nokkuð öruggt með sigur í Kefla-
vík.
Eins og áður segir ætti UMSK
26
SKINFAXI