Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 3
Ágætu félagar! Nú er sambandsráðsfundur UMFÍ nýafstaðinn, en þangað mættu fulltrúar frá öllum héraðssamböndum svo og framkvæmdastjórar þeirra. Þessi fundur tókst með ágætum, og er ánægjulegt að finna hversu mikill hugur er í mönnum. Landsmótið á Húsavík 10.-12. júlí n.k. var að sjálfsögðu efst á baugi, og er undirbúningur allur kominn vel á veg. Er full ástæða til að hvetja alla til virkrar þátttöku og vanda allan undirbúning. Landsmót UMFÍ er ekki aðeins fyrir afreksmenn íþrótta, heldur ekki síður alla einstaklinga og fjölskyldur. Þama verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur flutst að Öldurgötu 14. Enn á eftir að koma starfseminni að fullu fyrir, en unnið er að því. Full ástæða er að hvetja félögin að nýta þjónustumiðstöðina, bæði til gistingu og með alla aðra aðstöðu. Nú þegar hefur fjöldi ungmennafélaga litið við, og eru allir velkomnir hér eftir sem hingað til. Munum að þjónustumiðstöðin er fyrir okkur Bestu kveðjur Sigurður Þorsteinsson I blaðinu er meðal annars. “Þá fór allt í steik Papeyjarsund Við erum flutt Fréttir frá Umf. Vorboðanum Útgcfandi: Ungmennafclag íslands • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason • Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason • Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason form. Þóroddur Jóhannsson varaform. Þórir Jónsson gjaldkcri, Bergur Torfason ritari, mcðstjómendur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Haraldsson, Guðmundur II. Sigurðsson • Afgrciðsla Skinfaxa: öldugata 14 Reykjavík sími: 91-14317 • Sctning og umbrol: Skrifstofa UMFl • Filmu og plölugcrð: Prcntþjónustan hf. • Prentun: Prcntsmiðjan Rún sf. ____________________________ Allar greinar cr birtasl undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins né stjómar UMFÍ. Skinfaxi 5. tbl. 1986 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.