Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 11
er nú Jason ívarsson alltaf minnisstæður fyrir sín spaugilegu uppátæki, og líka Samúel Öm Erlingsson íþróttafréttaritari á útvarp- inu. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp þótt illa gangi. Þetta em nú þeir sem ég man svona eftir í fljótheitum, en þeir em fleiri mjög minnisstæðir. Heyrðu ég verð nú að nefna Þorvarð Sigfússon í ÍS, en hann hefur verið erfiðasti andstæðingur minn við netið, og verður mér minnisstæður um aldur og ævi. Hægði nú á þér Guðmundur! Heldurðu að ég gleymi ekki aðal manninum, sjálfum Hreini Þorkelssyni sem er án efa fjölhæfasd blakmaðurinn sem ég hef spilað með, þó hann sé þekktastur sem körfu- knatdeiksmaður. Þú hefur eitthvað komið nálægt dómgæslu í knattspymu. - Já það er alveg rétt. Það var þó frekar stuttur ferill hjá mér í því en nokkuð skemmtilegur. Ég var einhveiju sinni að dæma leik í 5. flokki á Valsvellinum, á milli liðs frá Akureyri og Vais. Einhvetju sinni er Akureyr- ingamir eru í sókn kemur boltinn til mín í brjósthæð og er ekki að orðlengja það að ég gjörsamlega gleymi mér og tek boltann á brjóstíð og þruma honum í nedð. Við þetta atvik dettur allt í dúnalogn smástund og drengirnir stara undrandi á mig, en þjálfari Valsmanna, Ingi Björn Albertsson verður alveg öskuillur, því hann hélt að ég ædaði að dæma mark, en boltinn hafnaði í Valsmarkinu. Ég áttaði mig nú strax og náði í boltann og framkvæmdi dómarakast á þeim stað sem ég spymd honum. Eftir þetta lagði ég flautuna á hilluna og hef ekki dæmt neitt síðan, þrátt fyrir nokkrar áskoranir. Hvað ertu kominn með marga leiki íblakinu? - Ég er nú ekki alveg viss, en held að þeir séu orðnir rúmlega 200 meistaraflokks leikirnir og landsleiki- rnir eru 42. Guðmundur Pálsson er landsleikja hæstur með 50 leiki og ef ég kemst áfram í landsliðið í vetur á ég möguleika á að ná honum. Jæja Leifur segðu mér að lokum, verðurðu í skemmtiiðnaðinum í vetur? - Ja! Það er aldrei að vita, en ég mun ekki skemmta meira hjá KR. Því síðast varð ég að fara í KR-búning og voru teknar myndir af manni í honum, sem í sjálfu sér væri í lagi nema hvað Jakob dreifði þeim um allt og nú halda allir að ég sé kominn í KR, og svo lét hann mig kaupa allar myndirnar sem Hér er kappinn kominn í KR-búning og á greinilega eitthvað vantalað við gesti. voru afgangs á uppsprengdu verði. Nei svona í alvöru þá á ég ekki von á því að við skemmtum neitt meira í vetur, en hins vegar er uppskeruhádð leikmanna í 1. deild í knattspymu orðinn fastur liður hjá okkur og erum við bókaðir mörg ár fram í dmann. Heyrðu ef þú spyrð hver sé uppáhalds leikmaður minn í knattspyrnu, þá er það Jakob Þór Pétursson í KR. Jæja Leifurég þakka þérfyrir spjallið ogskemmtunina íkvöld og vona að allt gangi vel hjá þér í framtíðinni. Guðmundur Gíslason Skinfaxi 5. tbl. 1986 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.