Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1986, Page 12

Skinfaxi - 01.10.1986, Page 12
Mikil gróska hjá GLÍ Fréttir af starfi Glímusambands íslands Texti: Guðmundur Gíslason Myndir: Skinfaxi Rögnvaldur Ólafsson formaður GLÍog Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Mikið er að gerast hjá Glímusambandi íslands um þessar undir. Sambandið hefur nýlega ráðið sér framkvæmda- stjóra og er það Sigurður Jónsson fyrrum glímukappi úr Umf. Víkverja. Búið er að opna skrifstofu með fastan skrifstofu- tíma en það er á miðvikudögum kl. 10-12 og svo frá kl. 13-18.3o og er síminn á skrifstofunni 91- 83377. í sambandi við kynningu á glímunni í skólum er verið að búa til prógramm fyrir það og einni er verið að æfa upp Sigurður Jónsson nýráðinn framkvst. Glímusambands íslands sýningarflokk sem mun fara og sýna glímu hjá þeim er þess óska. Næsta vor verður tekið í notkun gráðukerfi í glímunni sem er ekki ósvipað og er í júdó og karate, þetta kerfi er frá 6-1. Fastar glímuæfingar eru í Steinabæ sem er salur undir stúku Laugardalsvallar. Nýlokið er glímukennaranámskeiði þar sem 10 sóttu og eru þeir nú orðnir alls um 15, og í sumar s.l. voru gefin út námsgögn í samvinnu við ÍSÍ. Og að sögn forssvarsmanna GLÍ eru þjálfara- og dómaramál í góðu lagi núna, en dómara- námskeið var haldið í fyrra og tókst vel. Mikið verður um glímumót í vetur og má þar m.a. nefna skólamót bæði hjá grunn- og framhaldsskólum, en þetta mót hefur aldrei verið haldið áður. Þá er stefnt að því að saga glímunnar, fyrra bindi komi út fyrirjólin 1987. A þessu sést að mikill hugur er í forráðamönnum GLí og því fyllsta ástæða til að hvetja forystumenn allra ungmenna- og íþróttafélaga í landinu til að taka þátt í þessu með þeim hjá GLÍ, og hefja glímuna aftur upp til vegs og virðingar. Þessi mynd er frá glímukeppninni á síðasta Landsmóti UMFÍ sem haldið var 1984 íKeflavík/Njarðvík 12 Skinfaxi 5. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.