Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1986, Side 16

Skinfaxi - 01.10.1986, Side 16
KARATE II - Kihon Grein: Stefán Alfreðsson Myndir: Bjami Jónsson Stuðningsæfingar í þessari grein mun ég aðeins koma inná stuðningsæfingar í karate og kihon (grundvallar) æfingar. Með stuðnings- æfingum á ég við upphitun, þolæf- ingar, kraftæfingar og teygjuæfingar. Eins og í öllum íþróttum er upp- hitun mikilvægur þáttur í undirbúningi æfinga og keppni í karate. Æfingar í karate krefjast mikils hraða (snerpu) í hreyfingum, hámarks hreyfivíddar í liðamótum, frábærar tæknilegrar fæmi og því nákvæmrar upphitunar. Keppni í karate stendur yfir í 2-5 mínútur. í þessar 2-5 mínútur er keppandinn á fullu allan tímann og reynir á sig, til hins ítrasta. Árásimar em snarpar og af miklum krafti. Af þessu er ljóst að karate er ekki þolíþrótt með keppni í huga. Aftur á móoti er það svo í goju ryu að fyrir 1. dan (svart belti) þarf próftaki að standast 20 tveggja mínútna bardaga án hvíldar, á mód hvfldum andstæðingum. Það þarf því að þjálfa þol jafnt sem kraft. Sá misskilningur hefur oft tflct um margar austurlenskar bardagaíþróttir, að ekki sé nauðsynlegt að vera sterkur til að ná góðum árangri í viðkomandi íþrótt. Það er alrangt. Til þess að ná góðum árangri er nauðsynlegt og mikilvægt að stunda einhverja kraft- þjálfun samhliða karateæfingunum. Oizuki. Kýlt á móti solar plexus (chudan zuki). Þetta erein fyrsta tæknin sem kennd eríkihon ido. Þegarkýlt er, er mikilvægt að draga hina hendina vel aflur (hikite). Staðan er zenkutsu dachi. Það er Atli sem sýnir. Karate byggir mikið á hröðum hreyfingum. Því ætti kraftþjálfunin einkum að miðast við þjálfun snerpu- krafts. Sú þjálfun ,fer fram með litlum þyngdum (0-50% af hámarki). Sam- hliða þessum æfingum ættí að æfa kraftþjálfun undir hámarki (50-80% af hámarki). Eins og áður segir er upphitun mikilvæg í karateþjálfun. Upphitun er samt ekki það sama og teygjuæfingar. í karate eru teygjuæfingar aðallega gerðar til að ná fram hámarks hreyfivídd útlimanna. Teygjuæfingamar ætti að framkvæma kerfisbundið sem ákveðinn sérstakan eigin hluta þjálfunar. Þar ætti helst að verka á aðeins ein liðamót í hverri teygju. Þennan hluta þjálfunar ætti að gera a.m.k. þrisvar í viku í 15- 30 mín. í senn. KfflON Kihon má segja að sé fyrsta prógrammið sem kennt er í goju ryu. Það saman stendur af framkvæmd grundvallar varnar, slag og sparktækni, hver í einni af grunnstöðunum. Það er hannað til að undirbúa iðkandann fyrir aðalprógrömin, kata og kumite, þar sem hann skiptir frá einni stöðu til annarrar, í flóknum formum hreyfinga. M.ö.o. iðkandinn tekur breytilega hluta úr kihon frá heildinni og fínpússar sjálfur uns hann er reiðubúinn til að setja þá aftur saman. Þrátt fyrir grunnskólaeðli sitt, þá er kihon ekki kynningarprógram sem er gleymt jafn skjótt og það er lært. Heldur er það endurtekið aftur og aftur gegnum allt karatenámið sem sjálfstæður hluti þess, til þess að viðhalda hámarks virkni hverrar grundvallartækni og stöðu. Tsuki (kýla), uchi (slá), Keri (sparka) og uke (verjast) er grundvallar- tækni karate. Þessi tækni er gerð úr ákveðnum stöðum (dachi). Hægt er að læra þessar grunnhreyfingar á minna en 2 mánuðum, en fullkomnun næst e.t.v. aldrei. Uke Allar varnir verður að nota í byrjun Gedanbarai. Vöm fyrir neðri hluta kviðar og beinir árásarsefnunni niður á við og út á við. Staðan er shikiodachi. Það er Jónína er sýnir. árásar andstæðingsins. Tilgangur vamar getur verið misjafn: * Til að hindra frekari árás. Notkun mikils afls getur haldið aftur af andstæðingi og um leið verður vörnin í sjálfu sér árás. * Að bera af sér árás. Hægt er að verjast árásarhönd eða fót létt, með rétt nægjanlegum krafti til að breyta stefnu þess. * Að verjast og gera gagnárás. Það er mögulegt að verjast og gera gagnárás á sama andartaki. * Trufla jafnvægi andstæðingsins. * Að draga sig í hlé. Eftir að hafa varist, getur maður hörfað uns tækifæri gefst til gagnárásar. Til þess að vöm verði áhrifarflc þarf að meta stefnu kraftsins þ.e. leið árásarinnar. Samkvæmt kenningum ætti að vflcja högginu upp sé árásin að höfði, innan frá og útá við eða að utan og inná við sé hún að brjósti eða maga, niður á við og út á við sé hún að neðri hluta kviðar. ‘ Tsuki (kýla) Oftast er átt við beint högg, þótt fleiri gerðir séu til. Beint högg er þegar andstæðingurinn er beint fyrir framan. Rétt er úr handleggnum og markið kýlt með hnúum framhnefans. Á meðan höggið ríður af er framhandleggnum snúið inná við. Tæknin er nefnd eftir markinu sem er oftast andlit, solar plexus eða kviðurinn. Það verður því í sömu röð jodan zuki, chudan zuki og gedan zuki. 16 Skinfaxi 5. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.