Skinfaxi - 01.10.1986, Page 20
Við erum flutt
Þjónustumiðstöð UMFÍ flytur í nýtt húsnæði
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Þá er loksins búið að flytja
skrifstofu UMFÍ í hið nýja
húsnæði sem keypt var s.l. vor.
Þetta húsnæði er eins og oft hefur
verið sagt frá hér, að Öldugötu 14
í Reykjavík, stórt og mikið hús
sem gefur mikla möguleika á
ennþá betri þjónustu við aðildar-
félög UMFÍ þegar búið er að
koma því öllu í gagnið, en það
mun taka nokkum tíma. Þegar
þetta er skrifað er aðeins búið að
flytja allt frá Mjölnisholti 14 og
inn í Öldugötu 14 og er því allt
ófrágengið ennþá. Eitt breyttist
þó ekki við flutningana en það er
götunúmerið sem er áfram hið
sama. Hið sama gegnir um síma-
númerin á skrifstofunni, þau
breytast ekki og eru áfram sem
hingað til 91-12546 og 91-
143417. Til að gefa ykkur aðeins
betri mynd af því hvernig þetta
lítur út í dag eru hér nokkrar
myndir sem sýna húsnæðið að
innan.
Þau eru mörg handtökin þegar flutt er.
Því skyldi Hörður brosa?
Sigurður framkvæmdastjóri í hinni nýju skrifstofu sinni.
Hér verður megnið af skrifstofutækjum UMFÍ staðsett.
Þetta er anddyrið á hinu nýja húsnæði.
20
Skinfaxi 5. tbl. 1986