Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1986, Page 23

Skinfaxi - 01.10.1986, Page 23
Landsmótsfréttir Texti: Guðmundur Gíslason Myndir: Skinfaxi Allur undirbúningur fyrir mótið gengur mjög vel bæð hvað varðar alla aðstöðu og framkvæmd einstakra þátta. Eins og kemur fram á öðrum stað hér á síðunni er búið að ráða framkvæmda- stjóra. Framhafakomið margar skemmti- legar hugmyndir um dagskrá og framkvæmd mótsins og má þar t.d. nefna útvarpsstöð. En hugmundin er að reka staða- rútvarp á meðan á landsmótinu stendur og útvarpa þá úrslitum, fréttum og einhverju skemmti- efni. Þetta mun örugglega setja skemmtilegan svip á mótið og auðvelda mótshöldurum að koma upplýsingum á framfæri, jafn- framt munu hinar föstu Lands- mótsfréttir koma út eins og venjulega. Þá hefur verið rætt um að sigla víkingaskipi þeirra Húsvíkinga á nokkrar hafnir til að kynna landsmótið og vekja athygli á því. Við munum segja nánar frá þessari hugmynd þegar hún hefur verið fullmótuð. Tölvur munu verða mikið notaðar við alla framkvæmd íþróttake- ppninnar á mótinu og er ætlunin að sýna úrslit og stöður á stórum skjá við völlinn og jafnvel víðar. íþróttahúsið mun verða komið í stand fyrir mótið en framkvæmdir við það ganga mjög vel og eru jafnvel á undan áætlun. Eins og áður hefur verið greint frá verður reist bráðabrigða sund- laug við hliðina á nýja íþrótta- húsinu og verður hún tilbúin á tilsettum tíma. Hér hefur aðeins verið sagt frá litlum hluta þess undirbúnings og hugmynda sem eru í athugun hjá þeim HSÞ-mönnum, en við munum segja nánar frá landsmót- inu eftir því sem hlutirnir gerast. Hluti landsmótsnefndur á fundi með sjórn UMFÍkvöldið fyrir 25. Sambandsráðs- fund UMFÍ sem haidinn var á Hótel Húsavík 15. nóv. 1986. Framkvæmda Landsmótsins Nú nýlega var Guðni Hall- dórsson ráðinn sem fram- kvæmdastjóri 19. Lands- móts UMFÍ sem verður á Húsavík næsta sumar, og mun hann taka til starfa um áramótin. Það ætti að vera óþarft að kynna Guðna fyrir ung- mennafélögum því hann hefur starfað mikið og lengi innan hreyfingar- innar, bæði sem forystu- maður og keppnismaður í íþróttum. Hann hefur verið formaður og fram- kvæmdastjóri FRÍ tvö síðustu ár og hefur því mikla reynslu sem mun nýtast honum við fram- kvæmdastjórn landsmóts- ins. Skinfaxi býður Guðna vei- kominn til starfa og óskar honum og þeim HSÞ mönnum alls hins besta við framkvæmd lands- mótsins. Skin faxi 5. tbl. 1986 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.