Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 9
Ártíð ársþinga Frá áramótum og fram á vor hafa verið haldin fjölmörg ársþing héraðssambanda innan UMFÍ, misstór í sniðum, um allt land og er þeim reyndar ekki öllum lokið þegar þetta er skrifað. Eitt stærsta og myndarlegasta þingið var þing héraðssambandsins Skarphéðins á Suðurlandi, HSK. Það var haldið að Laugalandi í Holtum, dagana 28. febrúar og 1. mars, í nýju og glæsilegu húsi. Það var Umf. Ingólfur sem sá um aðbúnað þinggesta og var það með miklum glæsibrag eins og þingið allt. Um 70 fulltrúar frá 23 félögum komu til þingsins. Tvö ný félög fengu fulla aðild að HSK, "Golfklúbburinn Flúðir" í Hrunammannahreppi og "íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi". Þar með eru aðildarfélög innan HSK orðin 33 talsins. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar áhugaverðar tillögur. Sú tillaga sem vakti hins vegar mesta athygli og mest var rætt um var varðandi skiptingu tekna af Lottói. Þessi skipting er birt hér í blaðinu í heild sinni í greininni um Lottómál. Nefndarmenn fjárhagsnefndar sem sáu um gerð þessarar tillögu fengu mikið lof fyrir gott starf. Yfirleitt hefur ákvörðun um skiptingu þessara tekna út til aðildarfélaga sambanda verið frestað og þess í stað sett á stofn nefnd til að sjá um slíkt. Fjárhagsnefndarmenn HSK sátu hins við fram á rauða nótt meðan á þinghaldinu stóð og unnu stíft að því að samræma óskir sem flestra. Á sunnudeginum, seinni degi þingsins, var síðan borin fram tillaga um skiptingu og var hún samþykkt nær samhljóða. Lottóskipting HSK manna hefur síðan orðið mörgum héraðssamböndum fyrirmynd að sinni skiptingu. En það voru fleiri mál á dagskrá á þessu þingi. Þar á meðal má nefna sérstakan Afreksmannasjóð. Þingið samþykkti að stofna slíkan sjóð og relugerð þar um. Af öðrum tillögum má nefna að samþykkt var að fjölga flokkum í héraðsglímu HSK. Verður nú eftirleiðis keppt í hnokkaflokki, drengjaflokki og unglingaflokki. Er þetta aldursflokkurinn frá 10 til 19 ára. Þá var einnig samþtykkt að koma á fót 3 manna menningar- og listanefnd en markmið hennar er að hvetja og aðstoða félögin við ýmiskonar menningarstörf. Garðar Vigfússon og Kári Rafn Sigurjónsson. UMSB hélt sitt þing í Brautartungu 28. febrúar og sátu það 45 manns að gestum meðtöldum. Sambandið er 60 ára á þessu ári og óskar Skinfaxi UMSB mönnum til Kári Rafn Sigurjónsson, núverandi "Matmaður HSK" með verðlaunagripinn íhópi matráðskyenna á.Laugalandi.. Mynd, IH. Að vanda var ýmislegt tn skemmtunar á HSK þinginu, að kvöldi laugardags fór fram Kvöldvaka. Þar var m.a. endurvakin Bændaglíma Suðurlands, (eins og sagt er frá hér annars staðar í blaðinu) Sleifarkeppnin var haldin samkvæmt venju, henni stjórnaði Jón M. ívarsson og var hann afskaplega frumlegur eins og vera ber við stjórnun og stigagjöf til keppenda. Einnig var valinn Matmaður HSK. "Keppt" hefur verið um þennan eftirsótta titil í fjölda ára og hlaut Kári Rafn Sigurjónsson hann að þessu sinni. Þá var auðvitað valin ný stjórn. Guðmundur Kr. Jónsson, Selfossi, var endurkjörinnformaður, Þráinn Þorvalds- son, Dagsbrún, var kjörinn gjaldkeri, Ingibjörg Marmundsdóttir, ritari, Björn Bj, Jónsson er nýr varaformaður, Kristín Ólafsdóttir er nýr meðstjórnandi í varastjórn voru kjörnir Jón Jónsson, hamingju með þau tímamót. Ýmis mál voru rædd á þinginu, þar á meðal húsnæðiskaup/bygging fyrir sambandið. Líkast til verða fest kaup á húsnæði í Borgamesi. Sem fjármögnun á því var bent á þá leið, að veita ágóða af Lottói í þá firamkvæmt og þykir líklegt að af því verði. Lottóið var auðvitað mjög á dagskrá, samt sem áður var ekki tekin bindandi ákvörðun en stjórn sambandsins bent á þá leið að veita fjármagninu óskiptu í húsnæðiskaup fyrstu árin. Þessi ákvörðun byggðist meðal annars á því, að meðan Lottómál öll þykja nokkuð óljós, þar á meðal hvað verður ú íslenska Lottóinu, sé ekki óskyn- samlegt að veita fjármagninu öllu í svo stórt átak sem húsakaup eru. í tilefni afmælisins var ákveðið að efna til fjölskylduhátíðar og íþrótta- móts. Einnig var samþykkt að 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.