Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 10
sambandið beitti sér fyrir tölvu- og félagsmálanámskeiðum á árinu. Á fjölmörgum þingum hafa komið upp umræður um byggðamál í ýmsu formi og ályktanir samþykktar þar að lútandi. Svo var einnig í Brautarholti. Samþykkt var ályktun um héraðsskólann að Reykjum, að komið skuli á menntaskóla þar. Þá má einnig geta þess að samþykkt var að stefna að því að fá að halda Landsmót UMFÍ árið 1996 í Borgarfirði. Ný stjórn var að sjálfsögðu kjörin. Sambandstjóri í nýrri stjórn er Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti, varasambandsstjóri er Björn Júlíusson á Hvanneyri og ritari Gísli Einarsson í Bæjarsveit. usvs hélt 14. febrúar 18. ársþing, að þessu sinni í Vík í Mýrdal. Þar mættu fulltrúar frá öllum 5 aðildarfélögum USVS. Eins og annars staðar var Lottóumræða mikil. í kjölfar upplýsinga um Lottóágóða er mikil bjartsýni ríkjandi á starfið framundan og var meðal annars ákveðið að ráða starfsmann í hlutasstarf allt árið. Einnig hefur stjórn sambandsins hug á því að ráða þjálfara í sumar sem myndi ferðast milli félaga. Af fjölmörgum tillögum sem samþykktar voru á þinginu er að finna samþykkt um að koma á fót æfingabúðum fyrir keppendur sem fara á Landsmótið á Húsavík í sumar. Þá voru aðildarfélögin hvött til að hafa samstarf í leiklistarmálum. Ákveðið var að stefna að Unglingabúðum í sumar og gera betur en síðasta sumar en þá féllu slíkar Unglingabúðir niður vegna ónógrarþátttöku. Ný stjórn var kjörin og skipa hana Steinþór Vigfússon sem er for- maður, ritari er Magnea Þórarinsdóttir, gjaldkeri er Páll Pétursson og með- stjórnendur Guðný Sigurðardóttir og Guðlaug Ólafsdóttir. UMSK (Ungmennasamband Kjalarnesþings) hélt sitt árlega héraðsþing að Félagsgarði í Kjós og voru menn ekki ánægðir með mætingu á þing þessa fjölmennasta héraðssamb- ands landsins. Upp er nú komin hugmynd um að taka upp sama fyrirkomulag og Skarphéðinsmenn, að láta mætingu á þing vega 5 % í skiptingu Lottóhagnaðar til félaga. Þingið var annars starfssamt og miklar umræður, mestar auðvitað um Lottómál. Greinilegt var að þarna var um það að ræða að samræma hagsmuni stórra og lítilla félaga á sambands- svæðinu sem liggur umhverfis Reykjavík, frá Kjalarnesi til Garðabæjar. Innan sambandsins eru stórveldi í íslensku íþróttalífi á borð við Ungmennafélagið Breiðablik úr Kópavogi og Ungmennafélagið Stjörnuna úr Garðabæ, hið síðamefnda hefur innan sinna vébanda nýkrýnda Bikarmeistara í handknattleik karla. Ákvörðun um skiptingu Lottóhagnaðar var hins vegar látin í hendur sérstakrar Lottónefndar sem starfar þessa dagana. Nýja stjórn sambandsins skipa; Hafsteinn Pálsson, formaður, Svanur M. Gestsson, varaformaður, Ólína Sveinsdóttir, ritari, Elsa Jónsdóttir, gjaldkeri og Lárus Pétursson, meðstjórnandi. HSÞ (Héraðssamband Þing- eyinga) hélt sitt þing í Skútustaðaskóla við Mývam 15. mars síðastliðinn í miklu blíðskaparveðri. Eins og kunnugt er sjá Þingeyingar um Landsmótið að þessu sinni og snerist því þinghaldið mikið um það. Guðni Halldórsson mætti á svæðið og svaraði spurningum þinggesta. Hann var meðal annars spurður að því hvað mætti búast við að gerðist ef 2 prósentin yrðu gildandi hvað varðar veður (fróður maður hefur sagt að 2 % lfkur séu á rigningu og slagveðri á Húsavík í júlí). Guðni svaraði því þannig að þá myndu Húsvíkingar bara opna hús sín fyrir Landsmótsgestum. Guðni hélt mikla hvatningarræðu yfir þinggestum og hvatti Þingeyinga til að leggjast alla á eitt um að gera Landsmótið sem glæsilegast. Sagði hann að það mætti ekki gerast að munað yrði í framtíðinni eftir þessu fólki sem þeim Þingeyingunum er glutruðu niður Landsmótinu. Af Landsmótsundirbúningi var hins vegar allt gott að frétta og er ljóst að nú stefnir í eitt glæsilegasta landsmótið frá upphafi. Eins og víða annars staðar var samþykkt ályktun sem snertir byggða- mál, að þessu sinni um vegamál. Samþykkt var að beina þeirri áskorun til þingmanna kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir lagningu varanlegs vegar vegar yfir Fljótsheiði milli Fosshóls og Einarsstaða. Vegur þessi er mjög mikilvægur fyrir S-Þingeyinga, aðeins 9 km. að lengd en er hins vegar ófær mest allan veturinn. Taldi þingið hann standa eðlilegu mannlífi í S- Þingeyjarsýslu fyrir þrifum. UMSS (Ungmennasamband Skagafjarðar) hélt ársþing sitt að Sólgörðum í Fljótum, laugardaginn 4. apríl síðastliðinn. Þingið var fjörugt og starfssamt. Tilkynnt var á þinginu að tvö félög liefðu óskað inngöngu í sambandið, "íþróttafélagið Neisti" á * Hofsósi og "Hestaíþróttadeild Skaga- fjarðar" og var það samþykkt. Það vakti nokkra athygli að af 14 félögum í UMSS mættu fulltrúar frá einungis 7 þeirra. Til dæmis mætti enginn fulltrúi frá öðru hinna nýju félaga sem óskaði inngöngu í sambandið, Hestaíþrótta- deild Skagafjarðar. Meðal þess sem samþykkt var á þingi Skagfirðinga var að koma á ungmennabúðum og var stjórn sambandsins falið að koma því í verk. Sólgarðar voru taldir heppilegasti staðurinn fyrir slíkar búðir. Einnig var samþykkt að stjórn sambandsins kanni hagkvæmni bílakaupa fyrir sambandið og skili áliti á næsta ársþingi. Þá var einnig samþykkt að stofna Afreksmannasjóð UMSS og renna 5 % af Lottótekjum í hann. Lottóskiptingin sem samþykkt var á þinginu eftir mjög svo líflegar umræður var í meginatriðum á þann veg að 75 % fara til félaga 20 % til sambandsins 5 % í Afreksmannasjóð, eins og fyrr var nefnt. Nýr formaður UMSS var kjörinn Sveinbjörn M. Njálsson frá Hólum í Hjaltadal. USVH (Ungmennasamband V-Húnvetninga) hélt sitt héraðsþing að Reykjaskóla í Hrútafirði 8. mars síðastliðinn. Þar voru menn ánægðastir með ungmennabúðirnar sem haldnar voru á Reykjum sumarið áður, í fyrsta sinn. Ætlunin er að endurtaka þær í sumar og hafa þegar borist einar 300 umsóknir um þátttöku. Líkast til verður þó varla rúm fyrirmeira en 75 börn. Sigurður B. Guðmundssonm, kennari á Reykjum, hefur verið driffjöðurin.í þessum ungmennabúðum, einnig hefur Kristján ísfeld komið allnokkuð við sögu. Stjórn sambandsins mun ekki hafa verið jafn virk og til stóð sökum mikils vinnuálags stjómarmanna í brauðstritinu. En ný stjórn var kjörin undir forsæti Steinbjörns Tryggvasonar og er mikill hugur í mönnum. Þegar síðast fréttist var verið að ganga frá ráðningu framkvæmdastjóra og þjálfara fyrir sumarið. 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.